Útlendingahatur á Íslandi

Á Íslandi er mikið til af rasistum. Þessir rasistar eru alveg jafn slæmir og Bandarískir rasistar, eins og þeir sem hafa verið í fréttum á Íslandi undanfarnar vikur. Margir af þessum rasistum á Íslandi eru hinsvegar ekki illa skrifandi. Margt af þessu fólki er mjög vel menntað og vel skrifandi. Hérna er einn þeirra, og heitir hann Jón Valur Jensson, og er hann öfgatrúmaður þar að auki sem hatast út í réttindi kvenna, samkynheigðra og annara hópa í þjóðfélaginu. Þar á meðal útlendinga.

Þar sem ég býst við að Jón Valur fjarlægi greinina eftir að ég skrifa þessa færslu. Þá tók ég mynd af henni.


Mynd af bloggi Jóns Vals, tekin þann 07.02.2012 klukkan 18:57 UTC. Athugasemdir (sem Jón Valur ritskoðaði ekki) er hægt að skoða hérna við þessa bloggfærslu.

Hérna má sjá svart á hvítu það útlendingahatur sem Jón Valur Jensson stundar. Hann vill ekki að útlendingar flytji til Íslands. Í þessu tilfelli þá þekkir Jón Valur ekki til búesturéttar á Íslandi vegna EES samningins og EFTA aðildar Íslands. Heldur telur hann víst að hérna sé um atriði sem tengist landamærakerfinu Schengen (Schengen svæðið er hérna). Schengen hefur hinsvegar ekkert með búseturéttin að gera, eins og áður segir. Þetta vita hinsvegar ekki fáfróðir útlendingahatar eins og Jón Valur Jensson, enda hefur verið að kynna sér málið aldrei verið þeirra sterkasta hlið.

Þessi hópur fólks á Íslandi sem hagar sér svona er til skammar fyrir íslenska þjóð. Bæði á Íslandi og út á við. Enda er þetta eitthvað sem á ekki að sjást í siðum þjóðfélögum. Svona skoðanir eiga að vera litnar hornauga og illa liðnar af þeim sem setja þær fram. Enda er það svo að útlendingar auka og bæta menninguna á Íslandi og mannlífið. Eitthvað sem íslendingar þarfnast sárlega þessu síðustu ár.

7 Replies to “Útlendingahatur á Íslandi”

  1. Ég vil bara að þú farir úr landi. Útlendingarnir mega alveg vera.
    Allir sem kunna að meta landið ‘Ísland’ eru velkomnir.

  2. Svona í ljósi þessa pistils þá eru þessi orð Jónasar Kristjáns á http://www.jonas.is viðeigandi
    „07.02.2012
    Mestir óþurftarmenn
    Mestu óþurftarmenn sögunnar voru þeir, sem vörðust gegn erlendum áhrifum á Ísland. Á nítjándu öld reyndi danski kóngurinn að koma á umbótum á Íslandi. En innlendir embættismenn vörðust með kjafti og klóm. Reyndu til dæmis að verja vistarbandið. Sérhagsmunir ætíð teknir fram yfir almannahagsmuni. Eins og þjóðrembingar taka nú sérhagsmuni kvótagreifa fram yfir almannahagsmuni. Eftir hrunið 2008 hafa sérhagsmunir átt á brattann að sækja. Því hafa þeir í auknum mæli vafið um sig íslenzka fánanum og kyrjað þjóðsönginn. Og eiga sem áður létt með að æsa heimska og þjóðrembda kjósendur gegn Evrópusambandin“

  3. Það yrði ansi skrýtinn svipur á mörgum Íslendingi ef sú staða kæmi upp í kjölfar uppsagnar á Schengen samningi að þurfa kannski allt í einu að sækja um vegabréfsáritun til að komast í ferðalag til Evrópu. Er ekki að segja það gerist en það væri búið að opna fyrir þann möguleika. Við færum í flokk með þjóðum eins og Rússum, Suður Ameríkubúum o.s.f.
    Svo er það merki um enga þekkingu á Evrópusamningum að rugla saman samningi um frjálsa för verkafólks og samningi um Schengen um frjálst flæði innan þess svæðis. Einnig þarf fólk sem fær atvinnuleysisbætur hér á landi að hafa greitt hér skatta í einhvern lágmarkstíma til að eiga rétt á þessum bótum og er þetta fólk eitthvað verra vegna þess að það er af erlendum uppruna.
    Það var í lagi að láta það greiða skatta og opinber gjöld en klikki eitthvað hjá því skal það hundskast heim til sín þar sem það á jafnvel engin réttindi þar sem það hefur verið með lögheimili hér á landi og því greitt sín opinberu gjöld hér.

  4. Vel skrifandi? Eins og tilvitnaður pistill ber með sér skrifar hann eins og geðsjúklingur á örvandi lyfjum. Sæmileg stafsetning gerir menn ekki vel skrifandi.

  5. Eins og fyrri daginn er EKKERT að marka Jón Frímann Jónsson, þegar hann minnist á mig á netinu. Ég er fráleitt nokkur „rasisti“ eða „útlendingahatari“ – ekkert slíkt kemur fram í skrifum mínum né orðræðu minni á Útvarpi Sögu, heldur hafna ég slíkri afstöðu eindregið. En ÞENNAN Jón Jónsson munar ekkert um að ljúga upp á mig, og mega menn þá minnast þess, að enginn sparkar í hundshræ; þessar gersamlega ómarktæku, móðursýkislegu ruglhugmyndir hans koma trúlega til af því, að hann óttast sannfæringarmátt skrifa minna um margvísleg efni, ekki sízt um það Evrópusamband, sem hann vill að Ísland innlimist í. Þá virðist honum þykja rétt að veifa röngu tré en öngu, þegar hann reynir í sínum skúmaskotum að gera mig ótrúverðan í augum einhverra og dreifa um mig níði sínu, sennilega í þeirri von að það breiðist út, svipað og aðrar pestir gera.Grein mín var skrifuð í flýti og hún bætt svolítið sama dag og hún birtist. Staðfestingu á algerri andstöðu minni við allan rasisma sjá menn í greininni sjálfri og ekki sízt í tenglunum í lok hennar. En hér er hún:
    Erlendum ríkisborgurum hér fjölgar stöðugt, og vegna Schengen-óráðsmáls Halldórs og EES-samnings íþyngja þeir velferðarkerfinu
    Hingað fluttust 2.754 erlendir ríkisborgarar 2011, nær 8 dag sérhvern dag. "Innflytjendur af erlendum uppruna eru nú um 25.700 og fjölgar börnum þeirra hratt ár frá ári." Atvinnuleysisbætur eru jafnvel sendar beint til Póllands, og svo er allur kostnaður heilbrigðiskerfisins að auki.Þetta er sízt skrifað af óvild til Pólverja, þetta eru trúsystkini mín, og ég þekki sjálfur gott fólk meðal þeirra og veit af vinnusemi þeirra, sem vinnu hafa. En velferðarkerfi okkar var ekki smíðað fyrir aðra en íslenzka ríkisborgara, fyrst og fremst og að minnsta kosti þegar þjóðin gengur í gegnum þrengingar af tvöfaldri ástæðu: vegna kreppu og afleitrar stjórnarstefnu.Schengen-samningnum ber að segja upp sem fyrst, sú er greinilega afstaða þjóðarinnar. Í skoðanakönnun Útvarps Sögu (sjá HÉR) í apríllok á liðnu ári, sem 1019 tóku þátt í, töldu 92% að segja ætti upp Schengen-samningnum, einungis tæp 7% vildu það ekki.Næg aðlögun útlendinga hér að niðurfellingu Schengen-samkomulagsins væri fólgin í því, að það tekur tíma að ræða og koma í framkvæmd þessari breytingu. En án aðgerða versnar ástandið stöðugt.PS. Þrátt fyrir tillögu mína um uppsögn Schengen-samningsins minni ég þó á mína biblíulegu afstöðu til fullrar virðingar og tillitssemi gagnvart útlendingum, hún kemur skýrt fram hér:  Til hamingju með daginn, 1. maí – Verkalýðsbarátta og frjálst flæði vinnuafls  – sbr. einnig hér:  Íslenzkukennsla fyrir útlendinga og aðgangur þeirra að atvinnu á Íslandi (úr erindi í Útvarpi Sögu 10. 11. 2006)

    1. Jón Valur. Þegiðu. Það er nefnilega þannig að það er ekkert að marka þig og þínar fullyrðingar.

      Þú skrifar hérna í gríð og erg gegn útlendingu, og síðan þegar bent er á ósómann. Þá þykistu ekki kannast við skömmina sem frá þér kemur.

      Lítið að marka svona menn eins og þig.

Lokað er fyrir athugasemdir.