Stjórnmálamenn sem eru til óþurftar í íslensku samfélagi

Ef að það er eitthvað sem ég er orðin þreyttur á Íslandi. Þá er það órökrétt andstaða við Evrópusambandið sem er að finna á Íslandi. Fyrir það fyrsta þá eru stefnuskrár flestra íslenskra stjórnmálaflokkar fullar af rusli og hugmyndum sem munu aldrei nokkurntíman ganga upp með núverandi skipulagi. Ég get fullyrt þetta með hliðsjón af sögunni á Íslandi síðustu 50 ár. Enda hafa stefnuskrár stjórnmálaflokka á Íslandi ekki breyst svo mikið á þessum tíma. Loforðin breytast bara í takt við andann í þjóðfélaginu, innihaldið er hinsvegar það sama og hefur ekkert breyst undanfarna áratugi. Íslendingar endurtaka sömu efnahagskreppuna á rúmlega 10 til 20 ára fresti að jafnaði. Skella öllu saman í höft næstu árin á eftir og vona það besta. Þetta hefur verið aðferðin á Íslandi undanfarin ár til þess að leysa efnahagskreppur. Vandamálið við þessa aðferð er að þetta er vond aðferð til þess að leysa efnahagskreppur. Sérstaklega vegna þeirrar staðreyndar að íslenska hagkerfið er byggt á efnahagsbólum sem endurtaka sig á nokkura ára fresti. Efnahagsbólur sem enda síðan í efnahagskreppu með tilheyrandi skuldavandræðum almennings og fyrirtækja á Íslandi.

Þetta er gömul saga og ný á Íslandi. Enda er eina leiðin á Íslandi til þess að halda jafnvægi í hagkerfinu að gera alla (eða sem næst því) gjaldþrota reglulega á Íslandi. Svipta fólk eignum sínum í gegnum skuldir sem ekki er hægt að borga upp. Þá annaðhvort með gífurlega háum vöxtum (Ísland 1970 – 1982), eða þá með verðtryggingu sem hækkar lán fólks á Íslandi upp í hið óendalega (Ísland 2008 – til dagsins í dag). Það er alveg ljóst að þetta verður endurtekið á Íslandi eftir rúmlega 30 ár ef engu verður breytt í efnahagsmálum íslendinga. Það er skelfilegt til þess að hugsa að íslendingar sætti sig við þetta, og telji að engu sé hægt að breyta í þessum málum. Ástæðan fyrir því er áróður óþarfa stjórnmálamanna, manna sem njóta þeirra hagsmuna að vera á undan öllum öðrum þegar ný kreppa skellur á Íslandi og koma sér og sýnum í skjól undan kreppunni, en láta síðan almenning blæða á sama tíma. Þessu verður að breyta á Íslandi, þar sem efnahagslegur óstöðugleiki er mjög dýr og hefur alltaf verið það.

Í Evrópu hafa menn fengið sig fullsaddan af svona ósögðuleika og vinna núna saman gegn þessum óstöðugleika. Það er hinsvegar þannig að þjóðir Evrópu vita margar hverjar fullvel að kreppur koma með regulegu tímabili og það er lítið hægt að gera varðandi þær. Hinsvegar hafa þjóðir Evrópu brugðist við með því að þétta efnahag sinn eins og hægt er, en það byggir auðvitað á trausti sem hefur brugðist í tilfelli Grikklands, svo einhver dæmi séu nefnd. Þessi aðferð Evrópuþjóðanna til þess að koma í veg fyrir óstöðugleika kallast í dag Evrópusambandið.

Árið 2009 sóttu íslendingar um aðildEvrópusambandinu. Síðan þá hafa stjórnmálamenn á Íslandi verið að berjast gegn þessari aðildarumsókn með skipulögðum hætti. Sumir af þessum stjórnmálamönnum hafa gengið svo langt að reyna eyðileggja aðildarferlið með skipulögðum skemmdarverkum í stjórnsýslunni. Þessir stjórnmálamaður var ráðherra Vinstri Grænna, þangað til að hann var rekin fyrir að vera vanhæfur ráðherra með meiru. Þetta er svo sem ekkert einsdæmi. Þar sem ekki minna en tveir ráðherrar komu núna fram í dag og voru að boða áframhaldandi skemmdarverk á aðildarferli Íslands inn í Evrópusambandið. Annar þessara ráðherra gerir það undir því yfirskyni að búið verði að semja um aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrir næstu kosningar, sem eru næst árið 2013 í Maí. Eitthvað sem má vera ljóst að mun ekki takast, enda stendur talsvert mikið útaf í viðræðunum vegna skemmdarverka ráðherra Vinstri Grænna. Hinn ráðherran, sem svo óheppilega vill til að fjármálaráðherra, landbúnaðarráðherra og eitthvað fleira ráðherra segir að það verði enginn afsláttur gefinn í viðræðum við Evrópusambandið. Á mannamáli þýðir þetta að Steingrímur J. ætlar sér að vera þverhaus og neita að samþykkja miðlunartillögur Evrópusambandsins. Ég reikna fastlega ekki með því að Steingrímur J. hafi mikinn áhuga á því að koma sjálfur með tillögur til þessa ð leysa þau vandamál sem upp munu koma í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins.

Helstu skemmdarverk Vinstri Grænna er að neita að taka við IPA-styrkjum, sem eru ætlaðir til þess að styrkja stjórnsýsluna fyrir hugsanlega Evrópusambands aðild Íslands (í þessu tilfelli). Þetta er ekki bara skemmandi fyrir aðildarferlið í heild sinni, heldur hægir þetta einnig umtalsvert á því þar sem sú vinna sem hefði farið fram með þessum IPA-styrkjum tefst um óákveðin tíma í tilfelli stjórnsýslunar á Íslandi. Allt þetta hefur átt sinn þátt í því að aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins eru ekki lengra komnar en raun ber vitni. Síðan notar Steingrímur J. makrílveiðar íslendinga til þess að tefja aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins ennþá frekar.

Stjórnarandstaðan á Alþingi er ennfremur að mestu leiti öll gegn Evrópusambandsaðild Íslands. Engar fastar ástæður eru gefnar fyrir þessari andstöðu, ekkert frekar en hjá Vinstri Grænum. Heldur virðist hérna vera á ferðinni sérhagsmunagæsla, sem er síðan skreytt með þjóðrembingslegum rjóma ofan á toppin til þess að fela allt ógeðið sem er þar fyrir neðan. Allt saman voðalega skítugt og það er almenningur á Íslandi sem borgar allan þann kostnað af því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Hver kostnaðurinn er falin í efnahagslegum óstöðugleika eins og ég nefndi hérna að ofan.

Ég álít að þeir stjórnmálamenn sem eru á móti Evrópusambandsaðild Íslands séu til óþurftar á Alþingi íslendinga, og þeim beri að sýna dyrnar í næstu kosningum árið 2013. Enda má ljóst vera að almenningur á Íslandi mun ekkert græða á því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Þrátt fyrir lofræður sviksamra stjórnmálamanna um annað á Íslandi. Enda er það svo að fullyrðingar andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi eru innihaldslaust þvaður og hafa alltaf verið það. Enda er það svo að þegar andstæðingar Evrópusambandsins eru beðnir um staðreyndir máli sínu til stuðnings. Þá hlaupast þeir undan svörum eins hratt og þeir mögulega geta, og sjást síðan ekki aftur fyrr en þeir eru öruggir um að getað komið með sömu röngu fullyrðinguna aftur um Evrópusambandið. Það er að mínu mati algert lágmark að þeir sem fullyrða eitthvað um Evrópusambandið sýni fólki þá kurteysi að sanna mál sitt með heimildum og staðreyndum. Annað er argasti dónaskapur við umræðuna og íslensku þjóðina, og á ekki að lýðast í umræðunni eins og hún gerir í dag.

Helstu efnahagsvandamál íslendinga, fyrir utan óstöðugleika eru háir vextir, verðtrygging og allt það vesen sem þetta veldur á efnahag almennings á Íslandi. Staðreyndin er mjög einföld að það er eingöngu með því aðhaldi sem fæst með aðild Íslands að Evrópusambandinu það sé hægt að fá fram stöðugleika í efnahagsmálum íslendinga. Þetta krefst ekki neinna fórna, eins og andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi halda fram. Þetta krefst hinsvegar þess að íslendingar sýni af sér þá ábyrgð sem fullvalda og sjálfstæðri þjóð sæmir. Hingað til hafa íslendingar ekki sýnt það af sér, og hafa borgað fyrir það í samræmi við hegðun sína. Stjórnmálamenn sem styðja slíkt eru til óþurftar eins og áður segir. Það er hinsvegar alltaf á ábyrgð þeirra sem kjósa að vísa þessu fólki á dyr og halda því frá ákvarðarnartöku á Íslandi.

Það má einnig segja mörg orð um ábyrgð íslenskra fjölmiðla á þessu ástandi sem er ríkjandi á Íslandi. Sérstaklega þegar fjölmiðlar ráða til sín fyrrverandi forsætisráðherra, Seðlabankastjóra og annars gjörspillta menn til þess að skrifa fréttir af afleiðingum sinna eigin ákvarðana nokkur ár þar á undan. Slíkt er auðvitað ekkert nema ógeðfelld lygastarfsemi undir merkjum fjölmiðils sem segir frá fréttum. Ég er hérna að tala um Morgunblaðið, eins og flest allir ættu að hafa áttað sig á núna. Slíkum fjölmiðlum ber auðvitað að refsa, og almenningur á Íslandi getur auðvitað gert það án mikilla vandamála. Annars slíkur fjölmiðill á Íslandi, en þó öllu minni er Útvarp Saga, sem hefur meðal annars það eina hlutverk virðist vera að breiða út lygaáróður um Evrópusambandið á Íslandi. og reynir þar með að tryggja áframhaldandi fáfræði íslensks almennings um Evrópusambandið á Íslandi, og koma þannig í veg fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Slíkt mundi auðvitað viðhalda efnahagslegum óstöðugleika á Íslandi um ókomin ár.

Hvernig sem á þetta er litið. Þá hengur þetta allt saman á einn eða annan hátt með þeim afleiðingum sem það þýðir fyrir almenning á Íslandi, sem sjálfur ber fyrst og fremst ábyrgð á þessu ástandi. Enda ræður almenningur á Íslandi stefnunni óbeint í gegnum kosningar til Alþingis og sveitarstjórna á 4 ára fresti.

Hvað mig varðar. Þá styttist í að ég flytji aftur til Danmerkur á ný, enda ætla ég ekki að taka áhættuna á efnahagslegum óstöðugleika og að það eyðileggi fjárhag minn um ókomna áratugi. Jafnvel þó svo að ég skuldi ekki neitt og eyði ekki neinu. Þá mundi ég engu að síður borga með einum og öðrum hætti. Ég sem einstaklingur sætti mig ekki við það, og því kýs ég að flytja til Danmerkur. Þar er efnahagurinn að minnsta kosti stöðugur og Danmörk er nú þegar aðili að Evrópusambandinu og hefur verið það síðan árið 1973.

Fréttir af stjórnmálamönnum sem eru til óþurftar á Íslandi. Fréttir eru fluttar af hinum siðlausa fjölmiðli Morgunblaðinu. Ásamt einni frétt af Rúv.

Koma óþurftarmáli út úr heiminum (Rúv.is)
Enginn afsláttur í ESB-viðræðum (mbl.is)
Ögmundur: ESB-viðræðum ljúki fyrir kosningar (mbl.is)

2 Replies to “Stjórnmálamenn sem eru til óþurftar í íslensku samfélagi”

 1. Jonnie this is a very good essay. [Removed!] would be honored to post it.

  [Editor note: Removed racist link. We do not allow links to racist material on this web site.]
  [Editor note: Donald E. Pauly is forbidden by law to use any material on this blog on his web site. Doing so is going to be considered an copyright violation and is to be dealt with in accordance to U.S DMCA law.]

  1. Jonnie are you sure about the fair use provision of our law and that of most other jurisdictions?

   While you are a spunky little Viking, you are also a bit uppity. That is a word that we use to describe certain of our [Removed.] who do not know their place. It seems to me that you would be grateful to have one of your essays deemed worthy to be posted on [Removed.] .

   [Editor note: Removed racist link. We do not allow links to racist material on this web site.]

Comments are closed.