Hótanir í garð þeirra sem skrifa um málefni líðandi stundar

Hótanir í garð þeirra sem skrifa um málefni líðandi stundar eru ekkert nýtt á Íslandi. Það er minna um þetta erlendis held ég (nema kannski í BNA), vegna mismunandi lagaumhverfis. Ég hef líka fengið hótanir um lögsóknir frá bandarískum rasista sem ég fjallaði um fyrir nokkrum vikum síðan. Ég ákvað að taka ekki mark á þeirri hótun, og stend við þá skoðun mína þangað til annað sannast.

Undanfarið hefur ritstjóra vefritsins Spegilsins verið hótað vegna greinar eftir 16 ára stelpur þar sem hún lýsir mjög grófu heimilsofbeldi af hendi föður sýns. Það virðist sem svo að föður þessar stelpu hafi komist að því þessi grein hafi verið skrifuð, og birt á internetinu. Grein stelpunar á Spegill.is er hægt að lesa hérna. Frétt Pressunar um hótanir umrædds föðurs er að finna hérna, frétt um aðrar hótanir sem þessi ritstjóri hefur fengið er að finna hérna. Aðrar svipaðar hótanir til fólks sem er að skrifa um málefni líðandi stundar er að finna hérna á vef Pressunar. Það er ennfremur augljóst að lögreglan á að stíga inn í þetta mál nú þegar og hefja rannsókn á því heimilsofbeldi sem þarna er stundað. Enda er þetta ólýðandi staða að ofbeldi skuli þrífast þarna í skjóli ótta þessara stelpna og móðurinnar á föðurinum. Sem notar ofbeldi til þess að ná sínu fram á þessum konum. Í minnsta kosti hefði lögreglan átt að hefja rannsókn sjálf á þessu máli við birtingu þessar greinar. Enda er verður hjálpin aldrei fólgin í öðru en að koma þessum konum undan öfbeldi þessa manns sem þarna um ræðir. Sérstaklega þar sem þetta ofbeldi er ennþá í gangi, og það er engin leið til þess að segja um hvernig maðurinn fer með stelpuna sem skrifaði greinina. Augljóst má vera að hann heldur áfram að beita hana ofbeldi eins og áður.

Síðan er það önnur gerð af hótunum sem einnig er orðið stórt vandamál á Íslandi. Það eru hótanir í garð þeirra sem skrifa athugsemdir við færslur og greinar. Þegar viðkomandi einstaklingar er orðin rökþrota í umræðunni. Hægri-öfgamaðurinn Jón Valur Jensson tók til dæmis upp á því að hringja í manneskjur út í bæ til þess eins að komast því hvort að þær væru að skrifa athugasemdir við þessa hérna bloggfærslu á blog.is. Síðan til þess að bæta skömmina síðan örlítið meira. Þá heimtaði hann að viðkomandi gæfi upp kennitöluna sína til hans, ásamt fullu nafni og símanúmeri. Síðan tekur annað fólk þátt í þessum skandali sem Jón Valur framdi þarna, og finnst það hreinlega allt í lagi. Þetta er engu að síður sama fólkið sem vælir hvað mest ef að það fær ekki að koma sínum öfgafullu skoðunum á framfæri þegar því þóknast. Til eru nokkur dæmi um slíka atburði á internetinu á síðustu árum. Þá vældu menn eins og Jón Valur mjög mikið þegar þeir voru allt í einu bannaðir frá því að tjá sig á nokkrum blog.is bloggum.

Þess hegðun á að kæra til lögreglunar, eða þá að lögreglan byrji sjálf með rannsóknir á svona hegðun. Enda er hérna ekkert annað en tilraun til þess að ógna fólki með því að þagga niður í því með ógnunum yfir símann. Enda þjóna slík símtöl ekki öðrum tilgangi. Jón Valur tapaði engu að síður rökræðunni þarna. Enda er það þannig að Jón Valur tapar alltaf öllum rökræðum á internetinu og hefur alltaf gert það.

Engu að síður er þetta hegðun sem ég mundi kæra til lögreglunar ef ég yrði fyrir henni. Ég mundi gera það sama ef mér yrði hótað lífláti og öðru slíku án þess að hika við það. Enda er það ólíðandi þurfa þola hótanir fyrir skrif sín á internetinu. Sérstaklega þegar umrædd skrif brjóta sjálf ekki nein lög á Íslandi eða annarstaðar í heiminum.

One Reply to “Hótanir í garð þeirra sem skrifa um málefni líðandi stundar”

  1. Þú gleymir femínistunum Sóleyju, Hildi og Maríu sem fá endalausar hótanir yfir sig!

Comments are closed.