Verðlagning Icelandair á flugi til Íslands

Mér finnst verðlagning Icelandair ansi undarleg oft á tíðum. Hérna er sönnun þess efnis.


Verðlagning Icelandair eins og hún var þann 29. Febrúar 2012 um klukkan 22:30 UTC. Öllum er heimilt að nota þessa mynd. Svo lengi sem uppruna er getið.


Ég ákvað að líta nánar á verðið. Þá kom þetta í ljós. Öllum er heimilt að nota þessa mynd. Svo lengi sem uppruna er getið.

Síðan ákvað að ég að skoða KEF til CHP. Þetta að ofan var leiðin CHP-KEF aðra leiðina.


Þarna er verðið rúmlega 50.000 kr fyrir aðra leiðina til Kaupmannahafnar. Sem þýðir að flugferð báðar leiðir mundi kosta eitthvað í kringum 100.000 kr. Öllum er heimilt að nota þessa mynd. Svo lengi sem uppruna er getið.

Ég gerði samanburð á verðum hjá SAS og síðan hjá IcelandExpress (ekki flugfélag, bara ferðaskrifstofa). Þar kom í ljós að flugferð hjá SAS á svipuðum tíma kostar í kringum 30.000 ISK (1412 DKK). Dýrustu flugin hjá SAS kosta hinsvegar í kringum 90.000 ISK (3.617 DKK). Hjá IcelandExpress kostar flugferðin frá 16.237 ISK, og síðan 12.237 ISK. Hjá IcelandExpress eru flugtímanir mjög svo óhagstæðir, enda flogið klukkan 23:00 CET, og lent 01:20 UTC á Íslandi.

Mér finnst hinsvegar mjög óeðlilegt að flugfélög skuli getað hækkað verð á sætum eftir því sem fleiri seljast. Slíkt er í mínum huga mjög svo óeðlilegir viðskiptahættir. Þetta væri eins og að rútufargjaldið hækkaði í hvert skipti sem farþegum fjölgaði í rútunni.

Hægt er að smella á myndinar til þess að fá fulla stærð.