Reikna má með frekari jarðskjálftum nærri Helgafelli á Reykjanesinu

Það er mín skoðun að reikna má með frekari jarðskjálftum eins og þeim sem urðu í Helgafelli á Reykjanesinu núna á næstu dögum til viku. Þar sem mér þykir það nokkuð augljóst að þessi virkni er ekki búin í augnablikinu. Þó er ómögurlegt að segja til um það hvenar næsta jarðskjálftahrina mun eiga sér stað á þessu svæði. Enda ómögurlegt að spá fyrir um jarðskjálfta með nokkurri vissu.

Það sem keyrir þessa virkni áfram er landrek, og það er líklega að skella á ný landrekshrina á Reykjanesinu. Síðasta landrekshrinan á þessu svæði varð fyrir rúmlega 700 árum síðan, eða á 11 til 15 öldinni þegar hún endaði. Núverandi atburðarrás hófst á þessu svæði núna í Janúar, þá með jarðskjálfta upp á rúmlega 4 sig. Sá jarðskjálfti varð sunnarlega í Krýsuvíkur kerfinu fyrstu vikuna í Janúar 2012.

Á þessari stundu þykir mér ólíklegt að þarna verði eldgos í náinni framtíð. Það getur þó breyst með skömmum fyrirvara ef að þannig aðstæður koma upp í eldstöðvarkerfi Krýsuvíkur að kvika fer af stað, og þá án mikils fyrirvara. Þarna yrði ekki sprengigos, nema þá að eldgos hæfist undir vatni eða mundi rekast á grunnvatn á leið sinni upp á yfirborð. Annars yrði bara um hraungos að ræða, sem ætti ekki að verða til mikilla vandræða ef það yrði í sæmilegri fjarlægð frá byggð sem er þarna í nágrenninu.