Vandamálið með vírusvörnina

Eins og segir í fyrra bloggi þá er ég kominn í framhaldsskóla. Álit mitt á netkerfi skólans sem ég er í er ekki mjög hátt, enda gefur reynsla mín af því ekki ástæðu til annars. Enda er sambandsleysi við internetið algengt hérna, síðast gerðist það í gær að öll heimavistin var sambandslaus við internetið. Ekki veit ég hver ástæðan var, en ég veit bara það að vpn þjónn skólans svaraði ekki. En nemendur á heimavist verða að nota vpn til þess að tengjast internetinu. Mig grunar að þetta sér gert til þess að koma í veg fyrir tölvuvírusfaraldra í skólanum, en þá er hver tölva einangruð frá öllum öðrum (þetta er líka notað til þess að hleypa aðeins löglegum notendum inná internetið), eða svo mætti halda en er ekki raunin. Þar sem að allar tölvur á heimavistinni eru tengdar inná sama staðarnet og deila því. Þannig að ef að það brýst út tölvuvírusfaraldur í skólanum, þá er allt netið sýkt og ein vpn tengin bjargar ekki neinu.

Önnur fáránleg krafa sem er sett á tölvunotendur hérna í FNV er sú staðreynd að nemendur eru krafðir um að setja upp vírusvörnina Office Scan frá Trend Micro (þessi vírusvörn er mjög léleg að mati þeirra sem ég hef talað við, þá helst að vírusvörnin hægi mjög á vinnslu Windows og tölvunar yfir heildina). Ég er reyndar ekki alveg á þeim buxunum að gefa upp þá vírusvörn sem ég er að nota, en ég er að nota aðra vírusvörn frá Trend Micro, en ég fékk þá vírusvörn frá Símanum og borga fyrir hana. En sú vírusvörn er einnig eldveggur í minni tölvu og fleira sem sú vírusvörn býður uppá.
Þegar ég spurði kerfisfræðing skólans um þetta, hvort að það væri ekki hægt fyrir mig að vera með mína vírusvörn í gangi, frekar en skólans. Þá var svarið að ég mundi þurfa að henda henni út og setja inn vírusvörn sem skólinn er með, þó svo að augljóst sé í mínum huga að vírusvörn skólans er mun lélegri en sú vírusvörn sem ég er nú þegar. Enda í hvert skipti sem ég logga mig inná tölvur skólans þá kemur alltaf upp að vírusvörnin sé útrunnin. En vírusvörnin í minni tölvu er alltaf uppfærð í ræsingu og á 12 tíma fresti eftir það.

Ég ætla mér að þrýsta á að fá vera með mína vírusvörn í minni tölvu og sleppa þessari vírusvörn sem skólinn er nú þegar að troða uppá nemendur skólans. Enda finnst mér vafasamt að skólinn geti krafist þess að þeir séu að nota vírusvörn frá þeim, þó svo að þeir séu með fullkomnlega gilda og góða vírusvörn sjálfir.
Ég hef einnig heyrt það frá samnemendum mínum hérna á vistinni að vírusvörn skólans hreinlega finni ekki þá vírusa sem hún eigi að finna. Fyrir utan það vesen sem þessi vírusvörn veldur nú þegar á tölvum nemenda, með því að hægja á vinnslu tölvu þeirra.

Það er einnig staðreynd að nemendur með MacOs X eru ekki krafðir um þessa vírusvörn. Þó svo að MacOs X vélar fái ekki vírus, þá er ekkert tæknilega sem segir að maður þurfi að vera með vírusvörn sem skólinn krefst og rukkar mann 1000 kr fyrir (önnin). Vírusvörn sem virðist ekki uppfæra sig almennilega að auki.

Ég ætla að sjá hvað gerist, en það á víst að tengja ferðavélar við internet skólans þann 16 Janúar, 2008. Það verður athugavert að sjá hvað gerist í kjölfarið.