Íslenska krónan mun ekki bæta neitt

Þeir ætla sér seint að gefast upp aðdáendur íslensku krónunnar. Þetta er fólk sem er í öllum stjórnmálaflokkum Íslands, í öllum samfélagsstöðum á Íslandi. Íslenska krónan var aðskilin frá dönsku krónunni árið 1918 á skiptagenginu 1:1. Það þýðir að ein íslensk króna var jafngild einni danskri krónu að verðgildi. Árið 1922 kom síðan fyrsta íslenska myntin út. Þessi króna var notuð frá árinu 1918 til ársins 1982 þegar verðgildi íslensku krónunar var fellt hundraðfalt og íslenska krónan var aftur á pari við dönsku krónuna. Þó eingöngu rúmlega það.

Á þessum rúmlega 29 árum síðan gengi íslensku krónunar var fellt 100 falt á Íslandi. Þá hefur gengi íslensku krónunar lækkað 23 falt á þessum tíma. Það þýðir einfaldlega að fyrir hverja 1 danska krónu fást í dag rúmlega 23 íslenskar krónur. Það er hentugt að nota dönsku krónuna sem viðmið í þessari umræðu. Þar sem íslenska krónan var aðskilin frá dönsku krónunni á sínum tíma.

Það breytir ekki neinu hverju íslenskir stjórnmálamenn lofa varðandi íslensku krónuna. Íslenska krónan mun alltaf verða stærsta hagfræðivandamál íslendinga, og það mun ekkert breytast fyrr en annar gjaldmiðill verður tekinn upp á Íslandi. Það er auðvitað ómögurlegt að taka upp annan gjaldmiðil á Íslandi einhliða (íslendingar hafa ekki efni á því að taka upp anann gjaldmiðil einhliða). Þannig að íslendingar geta í raun aðeins tekið upp evruna sem gjaldmiðil með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Allt tal um stöðuga íslenska krónu er ekkert nema draumórar. Enda er það svo að hvorki Seðlabanki Íslands eða íslenska ríkið hafa burði til þess að viðhalda stöðugleika íslensku krónunar. Þetta er orðið mjög augljóst af efnahagssögunni síðan árið 1918. Enda fór allt nánast í kaldakol þegar íslendingar fór að gefa út sína eigin mynt. Síðan þá hefur ferlið bara verið niður á við, og er það í raun ennþá. Þar sem að algert efnahagshrun vofir ennþá yfir Íslandi þrátt fyrir að allt bankakerfið á Íslandi hafi orðið gjaldþrota árið 2008 með hrikalegum efnahagslegum afleiðingum fyrir íslensku þjóðina.

Þeir sem tala fyrir íslensku krónunni sem lausn fyrir framtíðina eru eingöngu að tala fyrir höftum, bæði inn og útflutnings höftum og mjög óstöðugum efnahag á Íslandi. Annað standa talsmenn íslensku krónunnar ekki fyrir og hafa í raun aldrei gert annað.

Allt tal um að hægt sé að tala niður íslensku krónuna er ennfremur tóm þvæla. Eins og gert er hérna.

Bjarni: Óábyrgt að tala niður krónuna (vb.is)