Vilja bara neikvæðar fréttir af Evrópusambandinu

Það er æði undarlegt að sjá Björn Bjarnarson fyrrverandi ráðherra kvarta og kveina yfir fréttum Fréttablaðsins af Evrópusambands-aðildar ferlinu. Sérstaklega í ljósi þess að umræddar fréttir virðast hafa verið jákvæðar í garð Evrópusambandsins. Slíkt er auðvitað eitur í beinum Björns, sem eins og kunnugt er hatast úti í Evrópusambandið þar sem brýtur niður sérhagsmuni sjálfstæðisflokksins á Íslandi, og kemur í veg fyrir eingangrun Íslands á alþjóðlegum vettvangi.

Ég tek sérstaklega eftir þessu hérna neðst í bloggfærslu Björns á blogginu hans í dag.

[…]

Ég hef vakið máls á því að gefnu tilefni vegna efnistaka í Landanum, þætti sjónvarpsins, að hér ætti að gilda sama regla og hjá The Guardian, að þessi yrði getið færu menn í ferðir á kostnað Evrópusambandsins eða annarra aðila. Blaðamaður Fréttablaðsins lætur þess ekki getið hver hafi staðið fyrir hópferð íslenskra fjölmiðlamanna til Brussel í tengslum við að opnaðir voru fjórir kaflar og tveimur lokað „umsvifalaust“.

Við það er ekkert að athuga að Evrópustofa eða utanríkisráðuneytið styðji fjölmiðlamenn til að fara til Brussel í efnisöflun, hið undarlega er að efnið sé svona rýrt sem ferðin skilar. Þegar leitað hefur verið skýringa á því hvers vegna ummæli Ragnheiðar Elínar á þingmannafundinum 3. apríl komust ekki í hámæli fyrr en hún nefndi þau sjálf á fésbókarsíðu sinni er svarið að fundurinn hafi verið svo þurr, leiðinlegur og illa skipulagður að líklega hafi fjölmiðlamenn ekki haft þrek til að fylgjast með því sem þar gerðist.

Miðað við fréttir í Fréttablaðinu og á RÚV virðist þeim sem fóru til Brussel þykja spennandi að fylgjast með því þegar skipst er á að opna kafla og loka þeim. Hvað sem um aðildarviðræður Íslands og ESB má segja eru þær meira spennandi en hinar þurru opinberu tilkynningar segja. Meiru skiptir hins vegar að rýna á bakvið tjöldin, skýra og skilja það sem þar birtist. Þá átta menn sig einnig á því hvers vegna draumarnir um tímasetningarnar hafa ekki ræst og sjá að þeir voru aldrei á neinum rökum reistir. Alvarlegt er ef vitundin um það veldur hinni máttlausu fréttmennsku.

Björn Bjarnarson, 10. Apríl 2012. Pólitískur rétttrúnaður í fréttum af ESB-viðræðum

Þrátt fyrir að Landinn hafi svarað Birni og hans ásökunum. Þá er engu að síður haldið áfram með lygina og blekkinganar. Það er ekki við öðru að búast frá manni eins og Birni, enda skiptir sannleikurinn ekki neinu máli fyrir honum. Það er helst að sannleikurinn sé til vandræða ef eitthvað er hjá Birni og Styrmi í þeirra Evrópuvakt. Sem er í sjálfu sér ekkert nema áróðursvefur fyrir LÍÚ, Bændasamtök Íslands og ný-frjálshyggjuna og kommúnista Íslands sem vilja einangra Ísland frá umheiminum. Enda er ljóst að andstæðingar Evrópusambandsins hafa ekki komið með neinar aðrar hugmyndir hvernig íslendingar eiga að haga alþjóðlegum samskiptum sínum í framtíðinni.

Ástæða þess að tímasetningar hafa ekki staðist er vegna þess að Vinstri-Grænir eru í ríkisstjórn. Þar hafa þeir barist gegn, og tafið aðildarferið með endalausum heimskulegum látum og fábjánahætti. Það sér ekki fyrir endan á því ennþá. Af þeim sökum er lítið hægt að halda áfram í þeim köflum sem tilheyra undir ráðherra VG. Þeir kaflar eru landbúnaður og sjávarútvegur. Þannig að má reikna með áframhaldandi töfum á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins á meðan svo vel. Þetta veit Björn fullvel, og styður ennfremur þessa stefnu VG að haga sér svona. Eins og sést hefur í fjölmiðlum undanfarið. Menn eins og Björn Bjarnarson eru til óþurftar í íslensku þjóðfélagi. Enda eru menn eins og Björn Bjarnarson ein táknmynd þess sem var að Íslandi áður en efnahagur landsins hrundi árið 2008. Í dag eru menn eins og Björn Bjarnarson ein tákmynd þeirra sem vilja halda Ísland óbreyttu, ásamt spillingunni og sukkinu.