Lygavefur LÍÚ

Það er ljóst að LÍÚ notar núna öll óheiðarlegu brögðin í bókinni til þess að koma í veg fyrir að borga meira til samfélagsins. Þau brögð felast mest í því að hóta atvinnuleysi (og missi), hóta gjaldþrotum og fleira í þeim dúr.

LÍÚ hótar sveitarfélögum, bæjarfélögum og fleirum í stjórnsýslunni ef að þeir þurfa að borga meiri skattaf af starfsemi sinni á Íslandi. Það að leggja meira til samfélagsins er eitthvað sem LÍÚ vill alls ekki gera. Enda vilja þeir stinga meira af hagnaði sínum í vasan, heldur en að leggja hann til þjóðfélagsins. Eins og eðlilegt væri að gera. Fullyrðingar þess efnis að smærri útgerðir fari rakleitt á hausinn með aukinni skattheimtu á stærri fiskvinnslur og fyrirtæki á Íslandi eru einfaldlega bara ósannar.

Það eru margir sem þora ekki að standa upp gegn LÍÚ og þeim fyrirtækjum sem þar eru innanborðs. Þar sem þeir einstaklingar sem þar starfa eiga að hættu að tapa sínu starfi og lífsviðurværi ef þeir koma með sína skoðun opinberlega, eða benda á einfaldar staðreyndir. Þetta á þó ekki við um alla. Aftur á móti er ekki nóg gert af því að koma staðreyndum á framfæri um lygavef LÍÚ og tengdra aðila. Enda er það óttin sem veldur þessu, og óttin er skaðlegur í íslensku samfélagi eins og annarstaðar.