Einangrun Íslands frá Evrópu (og restinni af heiminum) gengur vel

Í dag er eingangrun Íslands frá Evrópu (og restina af heiminum) í fullum gangi. Á meðan stjórnarandstaðan röflar um það að slíta aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu. Þá hafa íslensk stjórnvöld núna tekið upp á því að mótmæla aðild Evrópusambandsins að EFTA dómsmálinu (það er lögvarin réttur Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að eiga aðild að þessu máli, eins og öðrum málum sem eru rekin fyrir EFTA dómstólnum) sem EFTA dómstólinn hefur höfðað gegn broti íslendinga á EES samningum, sem Evrópusambandið og EFTA eiga aðild að. Þar að leiðandi Ísland. Sú vinsældarstjórnmál sem eru stunduð á Íslandi eru alvarlega farin að grafa undan stöðu Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Þetta veldur aukinni einangrun Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Ef að Ísland hlýtur ekki niðurstöðum EFTA dómstólsins þá er hætta á því að Ísland verði rekið úr EES og EFTA vegna brota á þeim samningi. Slíkt mundi færa íslenskan efnahag rúmlega 40 ár aftur í tímann, og takmarka útflutning og innflutning á Íslandi til muna. Einnig sem að mun erfiðara yrði fyrir íslendinga að búa og starfa í Evrópu í kjölfarið.

Er þetta eitthvað sem íslendingar virkilega vilja ? Láta vinsældarstjórnmál á Íslandi tryggja einangrun Íslands, og þar með auka fátækt og atvinnuleysi á Íslandi í kjölfarið. Tapa fyrirtækjum og fólki til Evrópu í kjölfarið og dýpka kreppuna á Íslandi til muna að auki í kjölfarið.

Fréttir tengdar þessu.

Mótmæla afskiptum ESB (Rúv.is)
Sérkennilegur fundur um samskipti við ESB (mbl.is)
Stjórnvöld mótmæla afskiptum ESB að Icesave-deilunni (Vísir.is)