Fiskveiðifrumvarpið sem LÍÚ hatar

Þar sem enginn fjölmiðill á Íslandi hefur svo sem komið með stafkrók úr frumvarpinu er varðar fiskveiðar í kringum Ísland. Þá ætla ég að gera það. Þetta er frumvarpið sem LÍÚ og Morgunblaðið hafa farið í áróðursham gegn og segja að fiskvinnslur og fyrirtæki verið gjaldþrota í hrönnum yfir (þessi fyrirtæki hafa almennt orðið gjaldþrota engu að síður). Staðreyndin er sú að Morgunblaðið og LÍÚ fara með rangfærslur og lygar varðandi þetta fiskveiðifrumvarp. Það sést þegar frumvarpið sjálft er lesið í gegn.

Þar sem LÍÚ og Morgunblaðið, ásamt fleirum hafa verið að missa sig yfir veiðigjöldum. Þá stendur þetta í frumvarpinu um veiðigjöld.

Veiðigjöld.
40. gr.
Álagning veiðigjalda.
Allir þeir sem fá úthlutað aflaheimildum samkvæmt lögum þessum, eða landa afla fari stjórn veiða fram með öðrum hætti en úthlutun aflamarks, skulu greiða veiðigjöld svo sem í lögum um veiðigjöld greinir.

Þarna er ekki að sjá neina ástæðu fyrir að fiskvinnslur á Íslandi ættu eitthvað sérstaklega að fara meira á hausinn en undanfarin ár.

Hægt er að lesa allt frumvarpið hérna, ásamt athugasemdum. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða.