Öfgafullur formaður framsóknarflokksins

Það er öfgafullur formaður framsóknar sem tjáir sig í fjölmiðlum núna í dag. Hann heldur því reyndar fram að framsóknarflokkurinn sé einhverskonar viti í ólgusjó öfga. Staðreyndin er hinsvegar að framsóknarflokkurinn er kviksyndi sem drepur allt sem kemur nærri því.

[…]

„Öll framtíð Íslands veltur á því að eftir næstu kosningar taki við allt annars konar stjórnarfar en ríkt hefur hér á landi undanfarin ár. Rökhyggja og skynsemisstefna verða að taka við af ráðaleysi og öfgum. Það er hlutverk okkar að vera kletturinn í hafinu. Viti skynsemi og rökhyggju í ólgusjó hugmyndafræðilegra öfga“

Þá segir Sigmundur það sérstakt áhyggjuefni hvernig stjórnvöld og hjálparkokkar þeirra leitist við að deila og drottna, skipta þjóðinni niður í stríðandi fylkingar sem svo sé drottnað yfir. Forsætisráðherra uppnefni þá sem starfa í sjávarútvegi og noti um þá orðbragð sem minni helst á málflutning íslenskra kommúnista á millistríðsárunum. Bændur hafi sætt ótrúlegum árásum, útúrsnúningum og rangfærslum. Íslenskur iðnaður sé flokkaður sem óhrein grein og raunar megi stundum ætla af ríkjandi orðræðu að atvinnurekstur sé almennt vafasöm iðja. Langt sé síðan íslensku vinstriflokkarnir gleymdu verkamönnum og konum. Slík störf virðist vera orðin of gamaldags fyrir hina nýju vinstriflokka.

[…]

Þessi málflutningur er með ólíkindum. Sérstaklega í ljósi þess að Sigmundur Davíð hefur ekkert lagt til endurreisnar Íslands. Enda er Sigmundur Davíð talsmaður hins gamla, þá sérstaklega hins gamla og spillta Íslands sem hrundi árið 2008.

Síðan vill fólk þetta drasl í ríkisstjórn á Íslandi (samkvæmt skoðanakönnunum). Íslendingum virðist vera fyrirmunað að læra af reynslunni.

Fréttir af þvælu Sigmundar Davíðs.

„Framsókn viti í ólgusjó öfga“ (Rúv.is)

2 Replies to “Öfgafullur formaður framsóknarflokksins”

  1. Við einfeldningar spyrjum bara Framsóknarflokkinn: „Hvað varð um S.Í.S. ? (Samband íslenskra samvinnufélaga.) Venjulega verður fátt um svör. Nú þegar þeir stíga ölduna,(ólgusjó öfga) þá kannske æla þeir út úr sér um endalok S.Í.S.

  2. „Öll framtíð Íslands veltur á því að eftir næstu kosningar taki við allt annars konar stjórnarfar en ríkt hefur hér á landi undanfarin ár.“

    Hvað er maðurinn að fara ?
    Vill hann einræði eða vill hann taka kosningaréttin af fólki ?
    Hvaða bull er þetta um stjórnarfar ?

    Auðvitað vill hann komast með fjöslskylduvini sínum formanni sjálfstæðisflokksins komast að og rústa endanlega öllu í þessu landi !!!

Lokað er fyrir athugasemdir.