Af fáfræði og þöggun um Evrópusambandið

Samtökin Ísaold eru skilgetið afkvæmi Heimssýnar, samtaka sem ganga útá það að viðhalda efnahagslegri einangrun Íslands. Þar sem gömlir hægri og vinstri á Íslandi eru ekki ennþá búnir að fatta það að kalda stríðið er búið, og möguleikar íslendinga til þess að hafa áhrif á alþjóðlegum vettvangi núna í dag eru einhverstaðar á milli þess að vera engir yfir í það að vera litlir. Málflutningur þessara gömlu manna nær til ungs fólks. Annað væri mjög óeðlilegt. Aftur á móti er skaðsemin af varpaðri og úreltri hugmyndafræði þessara gömlu manna mjög mikil.

Núna í dag eru íslendingar farnir að dragast mjög hratt (hraðin á þessu eykst með hverju árinu) úr nágrannaríkjunum. Þá sérstaklega er varðar alþjóðleg samskipti. Það má vel vera að Norgur og Svissland gangi ekki í Evrópusambandið næstu 30 árin. Það er þeirra mál eingöngu. Það ætti hinsvegar að vera metnaðarmál fyrir íslendinga að ganga í Evrópusambandið. Enda eru íslendingar lítil þjóð með mjög takmarkaða möguleika áhrifum á alþjóðlegum vettvangi. Það breytir litlu hverju íslendingar ljúga að sjálfum sér í stjórnmálum og með fjölmiðlum um þessi mál. Staðreyndinar breytast ekki svo glatt.

Þær ásakanir sem koma fram um Evrópusambandið á vef Morgunblaðsins eru undarlegar og ekki í neinu samræmi við raunveruleika málsins. Enda er það svo að Evrópustofa hefur þann tilgang að upplýsa fólk um Evrópusambandið. Þá vegna þess að Íslands er umsóknarríki að Evrópusambandinu og er búið að sækja um aðild að því. Reyndar er það svo að áróðurinn gegn Evrópusambandinu er mun öflugri en upplýsingagjöf um Evrópusambandið frá stuðningsmönnum þess. Reyndar má segja að áróðurinn gegn Evrópusambandinu á Íslandi sé móðgun við almenning. Enda er talað niður til almennings í boðskap andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Látið eins og að fólk eigi ekki að hafa möguleikan á því að kynna sér málið og málflutning Evrópusambandsins, og stuðningsmanna Evrópusambands aðildar Íslands. Þetta sést best á því að þegar fjallað er um Evrópsambandið á jákvæðum nótum þá verða andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vitlausir af reiði og koma með ásakanir um afskipti og áróður. Á meðan þeir sjálfir eru með afskipti, og hafa jafnvel gengið svo langt að reyna skemma aðildarferlið á Alþingi og í ríkisstjórn Íslands með óheiðarleika og jafnvel hreinum lygum.

Málflutningur Ísafoldar í frétt á Morgunblaðinu er gott dæmi um þessa hegðun andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Núna er nefnilega verið að fara halda upp, eða verið að halda upp á Evrópuviku sem fagnar því afreki sem Evrópusambandið er fyrir þjóðir Evrópu. Í þessari viku er ekki að finna neinn neikvæðan áróður um Evrópusambandið, og vegna þessa þá verða andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi alveg snarbrjálaðir og fara skrifa tóma þvælu í Morgunblaðið. Eins og þeir gera ævinlega þegar Evrópusambandið ber á góma.

Þessi hérna fullyrðing hjá Brynju er ennfremur röng, og styðst ekki við neinn raunveruleika eða staðreyndir.

[…]

Á sama tíma og blásið er til hátíðar er Evrópusambandið í málaferlum við Íslendinga fyrir EFTA – dómstólnum vegna Icesave kröfu Breta og Hollendinga. Þá eru ekki öll kurl komin til grafar í deilunni um makrílinn vegna samþykktar sjávarútvegsnefndar ESB – þingsins frá 24.apríl sl. að tillögu Framkvæmdarstjórnarinnar um reglur til þess að refsa ríkjum utan sambandsins sem að mati þess stunda ósjálfbærar fiskveiðar.

[…]

Það er EFTA sem er í dómsmáli gegn Íslandi vegna Icesave. Evrópusambandið er í dag bara aðili að málinu. Evrópusambandið er ekki að reka málið, enda hafa þeir engan rétt til þess að reka dómsmál gegn Íslandi beint á þessum grundvelli. Aðeins ESA getur það, enda er það eftirlitsstofnn EFTA.

Hvað makrílin varðar. Þá virða hvorki íslendingar eða færeyingar þá verndarstefnu sem hefur verið í kringum makrílin í norður Atlantshafi. Evrópusambandsríkin sem þetta mál varðar eru í fullum rétti til þess að verja hagsmuni sína eins og íslendingar. Munurinn er bara sá að þessi ríki eru aðildar Evrópusambandinu. Ísland er það ekki, og EFTA blandar sér ekki í svona málefni. Enda ekki hluti af þeirra stefnu að gera slíkt.

Frétt Morgunblaðsins. Með viðtali við fyrrverandi formann Ísafoldar, sem er núna talskona þessara ungliðasamtaka.

Gagnrýna Evrópuviku (mbl.is)