Pressan fer yfirum í dómsdagsspám um evruna og Evrópusambandið

Vefurinn Pressan fer yfirum núna í kvöld í frétt varðandi evruna. Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er ekkert í fréttum sem eru fluttar í Evrópu. Svona fréttir um evruna eru bara fluttar á Íslandi, og einstaka öfgamiðlum í Evrópu sem engin tekur mark á nema aðrir öfgamenn. Hérna er gott dæmi um tvær fréttir frá því dag, sem er að finna á vef DR (Danska ríkissjónvarpið).

Frankrig truer EU om vækst (DR.dk)
Cameron advarer om risiko for euro-kollaps (DR.dk)
Sydeuropæere strømmer til Tyskland (DR.dk)

Eins og hérna má sjá. Þá er staðan ekkert eins slæm og af er látið á Íslandi. Ekki einu sinni BBC News er með þetta dómstdagstal og er að finna á Íslandi. Sá eini sem talar á sömu nótum og gert er á Íslandi er forsætisráðherra Bretlands. Enda er hann þekktur andstæðingar Evrópusambandsins og evrunnnar þar í landi. Enda er það svo að helstu talsmenn svona dómsdagstals um Evrópusambandið og evrunnar eru andstæðingar Evrópusambandsins, og evrunnar. Það þýðir þó ekki að það sem kemur frá þeim sé byggt á einhverjum raunveruleika. Langt frá því.

Bullfrétt Pressunar

Evrópa er á barmi efnahagshruns: Varað við evrugeddon og afleiðingum um allan heim