Ísland á að ganga í Evrópusambandið

Ísland á að verða aðildarríki að Evrópusambandinu. Það er svo helvíti gott að vera laus við sérhagsmuni, einokun og hrikalega hátt verðlag. Síðan er verslunarfrelsið alveg yndislegt. Það er nefnilega takmarkað verslunarfrelsi á Íslandi vegna tollmúra. Þetta segi ég vegna þess að ég bý núna í Danmörku, sem er búið að vera aðildarríki að Evrópusambandinu síðan árið 1973 og hefur allar götur síðan haft áhrif á gang mála í Evrópusambandinu þegar það kemur að lögum og reglum. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar Íslands, eins og t.d Jón Bjarnarson, Vigdís Hauksdóttir og fleiri vilja tryggja áframhaldandi áhrifaleysi Íslands í málefnum sem snerta hagsmuni íslendinga beint. Það sem gerist í Evrópusambandinu skiptir íslendinga afskaplega miklu máli, og áhrifaleysi íslendinga er mjög slæmt val og hefur verið það undanfarin ár.

Það að stoppa núverandi aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu er bara yfirlýsing um eitt. Að viðkomandi þingmenn treysti ekki íslensku þjóðinni til þess að ákveða örlög sín, og er ennfremur eingöngu til þess fallin að tryggja áframhald á áhrifaleysi Íslands á þeim málefnum er varða hagsmuni Íslands í Evrópu. Í dag er næstum því öll Evrópa gengin í Evrópusambandið. Í vestanverði Evrópu eru það bara Ísland, Noregur, Sviss og Lichtenstein sem hafa ekki ennþá gengið í Evrópusambandið. Í austanverðri Evrópu eru ríkin fleiri sem hafa ekki ennþá gengið í Evrópusambandið, aftur á móti hafa mörg ríki í austanverðri Evrópu hafið það ferli að verða á endanum aðildarríki að Evrópusambandinu. Það mun hinsvegar taka nokkra áratugi í viðbót eins og staða mála er í dag.

Íslendingar virðist hinsvegar margir hverjir kjósa áhrifaleysi í málefnum sem varða íslendinga sjálfa og Evrópusambandið. Enda má ljóst vera að EES samningurinn, og jafnvel EFTA munu renna sitt skeið og eitthvað annað taka við að því loknu. Hvað það verður veit ég ekki. Hinsvegar grunar mig að það verði á endanum Evrópusambandið sem taki á endanum við EFTA og EES þegar það kemur að Noregi, Sviss og Lichtenstein. Það eina sem menn eins og Jón Bjarnarson, Ögmundur og Vigdís Hauksdóttir er áhrifaleysi íslendinga í Evrópumálum. Ég tala nú ekki um hitt rugið sem er á Íslandi. Það mun ekkert breytast ef íslendingar ganga ekki í Evrópusambandið. Enda þarf breytingar til þess að breyta hlutunum. Það að ætla sér breyta ekki neinu, og fara síðan fram á breytingu hefur aldrei gengið upp í raunveruleiknum svo að ég best viti til.

Það er hægt að kynna sér aðildarríki Evrópusambandsins hérna, ásamt öðrum evrópuríkjum.

Fréttir af tilraunum andstæðinga Evrópusambandsins til þess að stoppa aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins

Vilja þjóðaratkvæði um ESB í haust (Morgunblaðið, mbl.is)