Hannes Hólmsteinn og bílbeltin

Fyrir mörgum árum síðan var Hannes Hólmsteinn að skrifa um bílbelti og þá skyldu sem þá var komin í lög að þeir sem aka bíl skuli nú nota bílbelti eða ella sæta 5000 kr sekt. Útaf einhverjum ástæðum, sem eru mér gjörsamlega fyrirmunað að skilja. Þetta hefði átt að vera sjálfsagt öryggismál í huga Hannesar Hólmsteins, en var það augljóslega ekki. Ég vona bara að hann hafi skipt um skoðun síðan hann skrifaði þessa grein í DV. Aftur á móti er ég ekkert sérstaklega vongóður um það.


Hannes Hólmsteinn í DV árið 1994. Höfundarréttur DV/365 miðlar. Tekið héðan af vefsíðu Tímarit.is. Smellið á myndina fyrir fulla stærð.

Þessi afstaða sem Hannes Hólmsteinn notar þarna er nákvæmlega sama afstaða og sjálfstæðismenn almennt nota til þess að réttlæta andstöðu sína við flest mál á Íslandi. Hvort sem um er að ræða umsókn Íslands að Evrópusambandinu, evrunni eða fiskveiðfrumvarpi ríkisstjórnar Íslands. Öll þau fáránlegustu rök sem hægt er að finna, til þess að réttlæta andstöðuna eru notuð eða einfaldlega skálduð upp ef til þess kemur. Af þessu má læra það að þegar sjálfstæðismenn eru á móti einhverju. Þá er það réttlæt á allan mögulegan hátt. Hvort sem það stenst skoðun eða ekki, og hvort sem mótrökin eru fáránleg eða ekki. Þessa aðferð hafa síðan sjálfstæðismenn notað með þeim mikla árangri að á Íslandi varð efnahagshrun árið 2008. Í dag nota sjálfstæðismenn þessa aðferð til þess að réttlæta málþóf sitt gegn lýðræði á Íslandi og betri og nútímalegri stjórnsýslu.