Lög verði sett á LÍÚ

Ég legg til að neyðarlög verð sett á LÍÚ og á sama tíma verði hafin heildarrannsókn á starfsemi LÍÚ. Enda er ljóst að LÍÚ er gjörspillt samtök, sem er eitthvað á ekki þrífast á Íslandi. Það er einnig nauðsynlegt að rannsaka tengsl LÍÚ við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkin á undanförnum árum.

Það er einnig staðreynd að LÍÚ er að kúga sjómenn til hlýðni með þessari hegðun sinni. Þar sem þeir eru að vega að lífsviðurværi sjómanna með því að fara í þessar ólöglegu aðgerðir gegn stjórnvöldum á Íslandi.

Það er þó ekki allt slæmt við þetta stopp á veiðum í kringum Ísland. Þetta gerir fiskistofnum bara gott, og kemur hugsanlega sér vel varðandi stærð fiskistofna til lengri tíma litið.

One Reply to “Lög verði sett á LÍÚ”

  1. Það eru þegar í gildi neyðarlög vegna “algera kerfishrunsins” haustið 2008.
    Til hvers þarf að setja ný?

Comments are closed.