Komið að leiðarlokum íslensku krónunnar

Sú efnahagsstefna sem rekin hefur verið á Íslandi undanfarna áratugi er komin á enda. Í raun var þessi efnahagsstefna komin á enda strax árið 2008. Endalokin voru mörkuð með gjaldeyrishruni íslensku krónunar, og á sama tíma efnahagshruni á Íslandi. Sem meðal annars kom fram í gjaldþroti hins íslenska bankakerfis og efnahagshruni Íslands.

Engu að síður er þetta sú efnahagsstefna sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja reka til framtíðar á Íslandi. Jafnvel þó svo að ljóst má vera að umrædd efnahagsstefna gengur ekki upp. Hvorki til lengri eða skemmri tíma. Sagan segir okkur að góð efnahagsstjórnun er ekki nóg þegar það kemur að því að halda jafnvægi á íslensku krónunni, verðbólgu og vöxtum. Tal þess efnis að það þurfi bara betri efnahagsstjórnun á Íslandi til þess að hafa stjórn á vöxtum og verðbólgu með íslensku krónunni halda ekki. Sérstaklega í ljósi þess að undanfarin 30 ár þá hefur ekkert gengið eða rekið í þeim efnum. Þrátt fyrir að íslendingar hafi nú þegar tekið tvö núll af íslensku krónunni árið 1982. Efnahagshrunið á Íslandi árið 2008 var endastöð fyrir íslensku krónuna. Ekki eingöngu þýddi þetta gífurlega kjaraskerðingu fyrir almenning á Íslandi. Heldur táknaði þetta nýtt tímabil verðbólgu og hárra stýrivaxta á Íslandi.

Engar augljósar lausnir á þessu er að finna í málflutningi aðildar Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar á Íslandi. Lausninar verða þó framkvæmdar á einni nóttu, ekkert frekar en Róm sem ekki var byggð á einni nóttu. Það mun taka nokkur ár fyrir íslendinga taka upp evruna sem gjaldmiðil. Það mun taka einhver ár að ná þeim stöðugleika í efnahag Íslands sem þarf til þess að fá að taka upp evruna sem lögeyri á Íslandi. Það er hinsvegar alveg ljóst að það ferli mun borga sig. Hinn kosturinn ef efnahagslegur óstöðugleiki næstu áratugina á Íslandi, með óvissum efnahagsstöðugleika og hagvexti. Ásamt háum vöxtum og verðbólgu sem eru alltaf fylgjandi svona ástandi á Íslandi. Þetta er það sem sagan kennir okkur á Íslandi.

Þessi grein birtist í Morgunblaðinu nýlega.