Smáís í ritskoðunarþjónustu útrásarvíkinga

Það kemur mér lítið á óvart að Smáís sé í ritskoðunarþjónustu útrásarvíkinga. Enda er það nú þannig að Smáís er orðið útibú af Stöð 2 og 365 miðlum núna í dag, og hefur verið síðan árið 2006. Þegar þeir hófu bandaríska herferð sína gegn fólki sem nær í sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem fást illa eða alls ekki á Íslandi. Hvort sem er á sæmilegu verði (sem var yfirleitt aldrei).


Smáís að ritskoða fyrir gjaldþrota útrásarvíking. Þessa mynd má nota hvar sem er. Tekið af Youtube.

Ég er ekki viss um að Smáís hafi nokkurn höfundarrétt á þessu myndbandi, sem var meðal annars búið til fyrir útrásarvíkingin Jón Ásgeir (ég held að þetta myndband sé það, sá það reyndar ekki. Búið að ritskoða það áður.) Reyndar var það Saga Film sem framleiddi þetta myndband, og fleiri. Það gefur þó þeim ekki heldur endilega höfundarrétt á verkinu. Þar sem þetta er verkefni sem er framleitt fyrir annan aðilda, og þá er höfundarrétturinn hjá þeim í flestum tilfellum. Þannig að hérna er Smáís að ritskoða fyrir gjaldþrota útrásarvíking. Einhver af þessum myndböndum er hægt að skoða hérna (twitvid.com), þar sem ritskoðunarkrumla Smáís hefur ekki ennþá náð til þeirra ennþá.

Nánar um þetta.

Okkur finnst gaman að fljúga (Eyjan.is / Pressan)