Innflutningshöft á Íslandi 2011 – ?

Það nýjasta í gjaldeyrismálum íslendinga er að núna er verið að leggja grunnin að nýrri haftastefnu með innflutningshöftum á vörum. Þetta er auðvitað í andstöðu við EES og EFTA aðild Íslands. Það virðist hinsvegar ekki skipta neinu máli hjá Steingrími J.

Þetta er reyndar í lögum núna í dag. Svona innflutningstakmarkanir. Það sem er hinsvegar verið að gera núna er að herða gjaldeyrishaftalögin enn á ný.

[13. gr. f. Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna fjárfestinga í peningakröfum í erlendum gjaldeyri og öðrum sambærilegum kröfuréttindum sem ekki falla undir 13. gr. e, eru óheimilar.
Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna fasteignaviðskipta erlendis eru óheimilar nema sýnt sé fram á að viðskiptin séu gerð vegna búferlaflutninga aðila. Hámarksfjárhæð gjaldeyriskaupa og fjármagnsflutninga vegna kaupa á einni fasteign sem tengjast búferlaflutningum er jafnvirði 100.000.000 kr.
Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna fjárfestingar í öðrum eignum í erlendum gjaldeyri, þ.m.t. hrávöru, farartækjum og vinnuvélum, sem eru hvorki eðlilegur þáttur í atvinnustarfsemi aðila né ætluð til innflutnings fyrir framleiðslu hans, eru óheimilar. Þrátt fyrir bann 1. málsl. eru gjaldeyriskaup og fjármagnshreyfingar á milli landa vegna kaupa á vélknúnu ökutæki heimil í eitt skipti, séu kaupin í tengslum við búferlaflutninga kaupandans úr landi, enda nemi fjárhæðin eigi meira en jafnvirði 10.000.000 kr.]1)

Lög um gjaldeyrismál, 1992 nr. 87

Breytingin sem á að fara í hljómar svona.

Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. f laganna:
a. Á eftir 2. málsl. 2. mgr. koma fjórir nýir málsliðir sem orðast svo: Þeim aðilum sem fjárfest hafa með erlendum gjaldeyri í fasteign, sem staðsett er erlendis, fyrir 28. nóvember 2008 er heimilt að endurfjárfesta. Nú eru fjármunir sem losna við sölu eða greiðslu tjónabóta slíkrar fasteignar, nýttir í heild eða hluta til að fjárfesta aftur í annarri fasteign innan sex mánaða og telst það þá endurfjárfesting í skilningi 3. málsl. Meðan frestur til að endurfjárfesta er að líða skulu fjármunir skv. 4. málsl. undanþegnir ákvæði 13. gr. l. Leigutekjur sem innlendur aðili fær af fasteign sinni erlendis er heimilt að nýta til að greiða fyrir rekstrarkostnað af þeirri fasteign, þrátt fyrir 13. gr. l.
b. Á eftir 2. málsl. 3. mgr. koma þrír nýir málsliðir sem orðast svo: Þeim aðilum sem fjárfest hafa með erlendum gjaldeyri í vélknúnu ökutæki, sem staðsett er erlendis, fyrir 28. nóvember 2008 er heimilt að endurfjárfesta. Nú eru fjármunir sem losna við sölu eða greiðslu tjónabóta slíks vélknúins ökutækis, nýttir í heild eða hluta til að fjárfesta í öðru vélknúnu ökutæki innan sex mánaða og telst það þá endurfjárfesting í skilningi 3. málsl. Meðan frestur til að endurfjárfesta er að líða skulu fjármunir skv. 3. málsl. undanþegnir ákvæði 13. gr. l.
c. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. skal einstaklingum sem teljast til innlendra aðila heimilt að kaupa og flytja inn eitt farartæki erlendis frá á almanaksári fyrir allt að jafnvirði 10.000.000 kr. enda sé farartækið ætlað til eigin nota innan lands. Gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á grundvelli þessa ákvæðis eru háðar því skilyrði að tilkynning um kaupin hafi hlotið staðfestingu Seðlabankans. Seðlabankinn setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, með síðari breytingum (rýmkun heimilda, aukið eftirlit, hækkun sekta o.fl.).

Á næstu árum munu gjaldeyrishöftin, og innflutningshöftin verða hert og þétt með tímanum. Þetta er mjög þekktur vítahringur sem núna á sér stað á Íslandi. Íslendingar geta gleymt því að sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn muni breyta þessu ef þeir komast til valda.

Fréttir af þessu.

Má bara kaupa einn bíl á ári að hámarki 10 milljónir kr. (Viðskiptablaðið)