Komandi svik sjálfstæðismanna við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands

Það er hætt við að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson muni vakna upp við slæman draum á næsta ári. Þegar sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn hafa náð aftur völdum á Alþingi íslendinga. Staðreyndin er nefnilega sú að sjálfstæðisflokkurinn er að nota Ólaf Ragnar til þess að ná fram sínum pólitísku markmiðum. Þetta sást mjög vel þegar stuttbuxnadeildin SUS fagnaði endurkjöri Ólafs Ragnars í gær, og var sýnt beint frá á Rúv.

Svona atburðarrás er þekkt í sögunni. Það sem er að gerast á Íslandi er í raun afbrigði af leppríki. Þó eingöngu upp að því marki að Ólafur Ragnar gerir það sem hentar sjálfstæðisflokknum, í staðinn fær hann stuðning þeirra á næstu mánuðum á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu á Alþingi. Þetta hefur meðal annars tryggt endurkjör Ólaf Ragnars sem forseta Íslands næstu 4 árin. Þá verður Ólafur Ragnar búinn að sitja óeðlilega lengi, eða í 20 ár sem forseti Íslands. Það er ennfremur ekki víst að Ólafur Ragnar fái mótframboð eftir 4 ár, því gæti seta Ólaf Ragnars sem forseti Íslands orðið ennþá lengri en 4 ár. Það er í raun hætta á því að Ólafur Ragnar verði forseti Íslands til dauðadags.

Breytingar verða aldrei án einhverra átaka. Það er þó hætta á því að á Íslandi muni hreinlega brjótast út borgarastyrjöld ef mál þróast eins og þau hafa verið að gera síðan eftir efnahagshrun. Sérstaklega ef að sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið undanfarin ár. Það er að vernda hagsmuni auðmanna, LÍÚ, Bændasamtaka Íslands og annara aðila sem eru nátengdir honum peningalega (þ.e spilling). Sturlungaöldin á Íslandi á 13 öld hófst í svipuðum skilyrðum og þeim sem núna eru að koma upp á Íslandi. Þá á ég við mikla eigna og auðsöfnun fárra aðila á Íslandi sem síðan veldur því að almenningur þjáist fyrir það með fátækt og verri lífsgæðum. Þetta á alveg jafnvel við í dag og á 13 öldinni. Borgarastríð hafa alltaf einhvern aðdragana. Í mínum huga þá hófst aðdragandinn að borgarastríði á Íslandi fyrir meira en áratug. Það er því hætt við að púðurtunnan springi í loft upp þegar þolmörk almennings bresta á næsta kjörtímabili. Þegar sjálfstæðisflokkurinng og framsóknarflokkurinn verða komnir aftur til valda á Íslandi (í krafti sinna flokksmanna, en ekki almennings á Íslandi). Hvernig svo sem þetta mun fara á Íslandi. Þá er ljóst að það verður almenningur sem mun á endanum borga fyrir græðgi fárra með einum eða öðrum hætti.

Lesefni um sturlungaöldina:

Hvað var Sturlungaöld? – Vísindavefur HÍ
Sturlungaöld – Wikipedia