Evrópuandstæðingar verða íslendingum dýrir

Það má ljóst vera sé horft til lengri framtíðar að Evrópuandstæðingar ár Íslandi munu verða þjóðinni dýrir. Skiptir þá helst máli sá kostnaður sem íslendingar þurfa að bera með hærri vöxtum, verðbólgu og verðlagi en aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins.

Skipulagt gengisfall íslensku krónunar mun einnig verða íslendingum dýrt til lengri tíma litið. Það er einnig staðreynd að Evrópuandstæðingar eru að hafa íslensku þjóðina að fíflum með fullyrðingum sínum um Evrópusambandið. Enda eru þessar fullyrðingar ekki byggðar á neinu nema ofsa-tortryggni í garð útlendinga og Evrópu. Á sama tíma dáist þetta fólk hinsvegar mikið af hægri-öfgamönnum í Bandaríkjunum og því sem þeir eru að gera þar. Þá sérstaklega tepokaliðinu þar í landi.

Evrópuandstæðingar eru þó fyrst og fremst varðhundar hinna íslensku sérhagsmuna, og þeir verja fjósabitan kröftulega þessa dagana. Enda feitum verðlaunum lofað ef þeim tekst að halda Íslandi fyrir utan Evrópusambandið næstu árin og áratugina.