Rangur fréttaflutningur Morgunblaðsins af Evrópusambandinu

Morgunblaðið hefur haldið því fram undanfarna daga að það sé til umræðu innan Þýskalands og Evrópusambandsríkjanna að stofna til „Bandaríkja Evrópu“. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. Reyndar er allur fréttaflutningur Morgunblaðsins af þessu máli ekkert nema eintómur uppspuni frá rótum. Það sem Morgunblaðið vísar í sem heimild fyrir sínum fréttum einfaldlega stenst ekki, og segir Wolfgang Schäuble ekkert um það að Evrópusambandið verði gert af Bandaríkjum Evrópu. Slíkt einfaldlega gangi ekki upp.

[…]

SPIEGEL: You want nothing less than a United States of Europe.

Schäuble: Even though the term is used repeatedly, it doesn’t make it any better. No, the Europe of the future will not be a federal state based on the model of the United States of America or the Federal Republic of Germany. It will have its own structure. It’s an extremely exciting venture.

SPIEGEL: It sounds more like a new experiment, not unlike the introduction of the euro. And yet you want to transfer as much power as possible to Europe?

Schäuble: No, we must not and cannot ever make decisions in Europe that apply uniformly to all. Europe’s strength is precisely its diversity. But there are things in a monetary union that are done more effectively at the European level.

[…]

‘We Certainly Don’t Want to Divide Europe’ – Spigel

Þannig er það nú að þessi hérna frétt Morgunblaðsins um orð Wolfgang Schäuble er því uppspuni frá rótum eins og áður segir. Í þessari frétt er meðal annars að finna þessa hérna fullyrðingu.

„Við verðum að þróa Evrópusambandið yfir í að verða pólitískt samband, Bandaríki Evrópu,“ segir Günther Oettinger, sem fer með orkumál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í samtali við þýska dagblaðið Die Welt.

[…]

Vill sjá Bandaríki Evrópu verða til – Morgunblaðið 4. Júlí 2012

Frétt Morgunblaðsins um orð Günther Oettinger byggir á þessari hérna frétt af vefsíðu Die Welt. Fréttin hefur þennan hérna titil, Wie viel Europa darf es sein? Hérna er um að ræða skoðun eins manns sem nýtur ekki neins hljómgrunns innan Evrópusambandsins. Frétt Morgunblaðsins er einnig gróf rangtúlkun á skoðunum þessa manns ofan á það, og látið líta út eins og þetta muni gerast á næstunni. Það er auðvitað ekki sannleikanum samkvæmt. De Spigel var einnig með viðtal við umræddan mann, það er hægt að finna hérna á vef De Spigel.

Sá fréttflutningur sem Morgunblaðið hefur uppi af Evrópusambandinu er ekki í samræmi við sannleikan, og skoðanir manna á hlutverki þess til lengri tíma. Svona fréttaflutningur er hinsvegar kenndur við áróður. Þar sem sannleikurinn má sér lítils. Svona eru hinsvegar vinnubrögð LÍÚ blaðsins Morgunblaðsins, enda er alltaf gott að athuga með eignartenglsin í þessu tilfelli.