Jarðskjálftahrinan í Ingólfsfjalli

Í dag klukkan 12:20 varð jarðskjálfti með stærðina ML3.1 i Ingólfsfjalli. Dýpi þessa jarðskjálfta var 4,3 km samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Á umræddu svæði í Ingólfsfjalli hefur verið jarðskjálftahrina sem hefur núna varað í rúmlega 2 til 3 vikur. Flestir jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu hafa verið minni en 2.0 að stærð. Það er áframhaldandi jarðskjálftavirkni á þessu svæði í Ingólfsfjalli.


Jarðskjálftahrinan í Ingólfsfjalli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Áhrifakort af jarðskjálftanum í Ingólfsfjalli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti, og fleiri hafa einnig verið að koma fram á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með í gangi á Íslandi. Það er hægt að skoða það sem þessir mælar eru að nema hérna.


Jarðskjálftinn á mælinum sem er á Eyrarbakka.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á mælinum á Heklubyggð.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum á Hvammstanga.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum á Skeiðflöt.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á Eyrarbakka. Þetta er sá jarðskjálftamælir sem er hvað næst upptökum jarðskjálftans.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á Heklubyggð. Þessi mælir er einnig staðsettur á SISZ, eins og jarðskjálftamælirinn á Eyrarbakka.

Það er ómögurlegt að átta sig á því hvað þetta þýðir. Það eru þó mestar líkur á því að þessi jarðskjálftahrina gangi yfir án frekari stærri atburða á þessari svæði. Þó má búast við fleiri jarðskjálftum með stærðina 2.5 til 3.1. Hvenar slíkir atburðir yrðu er ómögurlegt að spá til um.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 15:44 UTC.