Spilltur þingmaður um makríl

Þingmaður sem lætur þetta hérna útúr sér, á að segja af sér nú þegar og aldrei sýna sitt andlit aftur á Alþingi íslendinga.

[…]

„Ég ætlaði að finna út úr því sjálfur hvort það væri rétt hjá Evrópusambandinu að það ætti þennan makríl – hvort hann talaði bara erlendar tungur? Þessi makríll sem við fáum talar fullkomna íslensku, meira að segja forníslensku! Við eigum þessi kvikindi,“ sagði Kristján Þór léttur í bragði. Hann sagði að það væri búið að vera ágætis fiskirí og makríllinn góður.

[…]

„Við eigum þessi kvikindi“ – mbl.is 17.07.2012

Þó er ekki annars að vænta en af háttvirtum gjörspilltum þingmanni sjálfstæðisflokksins að hann muni halda áfram á Alþingi. Þá að berjast fyrir sérhagsmunum LÍÚ og Bændasamtaka Íslands. Eftir allt saman. Þá er viðhorfið á þeim bæjunum að þeir eigi Ísland með öllu þar innanborðs.