Hótun um ofbeldi af hálfu evrópuandstæðings

Í dag og gær þá fékk ég hótun um ofbeldi á vefsíðu Vinstri Vaktin gegn ESB. Þetta var hótun um ofbeldi af manni sem kallar sig eingöngu palli, og skrifar þar nafnlausar (eins og hans er réttur) athugasemdir á bloggsíðu Vinstri Vaktin gegn ESB. Það virðist fara einstaklega illa í mannin þegar maður kemur með staðreyndir um Evrópusambandið. Frekar en þá lyga og samsæriskenningaþvælu sem kemur frá Evrópuandstæðingum daglega á Íslandi.

Fyrri hótunin af bloggsíðu Vinstri Vaktarinnar gegn ESB (neðan).

Seinni hótunin af bloggsíðu Vinstri Vaktin gegn ESB (neðan).

Þetta er reyndar ekkert einsdæmi að ég verði fyrir svona í umræðunni um Evrópusambandið. Mig hefur oft verið gert það upp að vera geðveikur, andlega veikur, á geðlyfjum (eins og er gert þarna). Einnig hef ég sætt uppnefnum (eins og að ofan) af ýmsum toga. Ég er oft harðorður gegn þeim lygaáróðri sem evrópuandstæðingar nota á Íslandi. Þó hef ég aldrei sokkið svona langt (svo að mig reki minni til allavegana) og andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi.

Bloggfærsluna og athugasemdinar þar sem þessar hótanir koma fram er hægt að skoða hérna á blog.is.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 22:10 UTC þann 22. Júlí 2012.