Af gjörspilltum andstæðingum ESB á Íslandi

Eimreiðar og ný-frjálshyggjumaðurinn Björn Bjarnarson er einn af mest þekktum einstaklingum sem berjast gegn Evrópusambands aðild Íslands núna um þessar mundir. Ef frá er talin hinn gjörspillti Davíð Oddsson á Morgunblaðinu. Í þessari bloggfærslu verður Björn Bjarnarson þó tekin eingöngu fyrir. Davíð Oddsson verður tekin fyrir þegar hans tími kemur.

Björn Bjarnarsson er talsmaður sérhagsmuna innan sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnarson er einnig einn af þáttakendum í eimreiðarhópnum, hvort að hann var stofnandi að honum veit ég ekki ennþá. Þessi hópur er í dag mjög áhrifamikill, og heldur einnig einhverjum völdum innan sjálfstæðisflokksins. Þó svo að eftir efnahagshrunið þá hafi þessi hópur tapað flestum völdum sínum. Þessi hópur aðhyllist ný-frjálshyggju Ronald Reagan (kallað Reaganomics) og hugmyndafræði Margaret Thatcher (kallað Thatcherism). Þessi hugmyndafræði, niðursoðin og einfölduð gengur útá á hagsæld hinna ríku, og viðhaldi efnahagslegu misrétti í þjóðflélaginu. Þannig að hinir ríku borgi lægri skatta heldur en þeir sem minna eiga. Eins og var gert þegar sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur voru við völd á Íslandi frá árinu 1995 – 2007. Sú stefna sem hefur verið rekin á undanförnum áratugum er í eðli sínu andstæð Evrópusambandinu og aðild Íslands að því. Mótörkin gegn ESB aðild Íslands (og EBE aðild Íslands þar á undan) eru alltaf sú sömu. Tíminn er ekki réttur, óstöðugleiki í Evrópu, fiskimiðin osfrv.

Það er enginn vafi á því að Björn Bjarnarson er gjörspilltur íslenskur fyrrverandi íslenskur stjórnmálamaður. Öll hans embættisverk bera þess merki. Enda er það svo að þetta eru starfshættir innan sjálfstæðisflokksins í dag, og hefur ekkert breyst síðan eftir efnahagshrunið árið 2008.

Þær fullyrðingar sem Björn Bjarnarson setur fram um Evrópusambandið eru oftar en ekki hreinn skáldskapur. Þegar talað er núna í dag um “breyttar aðstæður” innan ESB. Þá eru slíkar fullyrðingar skáldskapur. Evrópusambandið eins og Ísland er stöðugt að breytast. Ísland dagsins í dags er ekki það sama og það Ísland sem sótti um Evrópusambandið árið 2009. Það hefur margt breytst á þeim tíma hjá íslendingum. Á sama tíma hefur ýmislegt breytst innan Evrópusambandsins. Sumt til hins betra, og annað til hins verra. Svona eins og tilveran gengur.

Afstaða sjálfstæðisflokksins og Björns Bjarnarsonar til Evrópusambandsins markast af sérhagsmunum, græðgi og almennri vanvirðingu gagnvart hagsmunum almennings til lengri tíma. Það er stórt hagsmunamál fyrir almenning á Íslandi að íslendingar gangi í Evrópusambandið. Svo til þess að tryggja efnahagslegan stöðugleika, lægra matvælaverð og stöðugan gjaldmiðil sem íslendingar geta treyst á.

Sú sérhagsmunagæsla sem sjálfstæðisflokkurinn, og Björn Bjarnarson talar fyrir eru aðalega sérhagsmunir LÍÚ, ríka fólksins og Bændasamtaka Íslands. Þessi sérhagsmunir snúast aðalega um að verja núverandi einokunaraðstöðu sem er að finna á Íslandi á sölu fisks, landbúnaðarvara og tollmúrum á innflutningi landbúnaðarvara. Einnig sem að hagsmunir eru varðir með gengisfellingu íslensku krónunnar með reglulegu millibili. Þannig er hægt að auka hagnað útgerðarinnar á kostnað launamanna og almennings á Íslandi og á sama tíma draga úr kaupmætti með hærra verðlagi og aukinni verðbólgu. Hvernig svo sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi klæða það. Þá er ljóst að þetta er fólk sem stendur vörð um sérhagsmuni á Íslandi.

Þannig að bloggfærslur eins og þessi hérna hjá Birni Bjarnarsyni, sem bera þennan titil “ESB-aðildarsinni maldar í móinn – segir að halda beri viðræðunum áfram” (evropuvaktin.is) eru því rökleysa og í raun óttalegt kjaftæði þegar nánar er skoðað. Birni Bjarnarsyni væri kostur á því að þegja áður en hann opinberar heimsku sína fyrir almenningi á Íslandi.