Lýðskrum Ögmundar Jónassonar Innanríkisráðherra varðandi Evrópusambands umsókn Íslands

Það er til marks um lýðskrum Ögmundar að hann vill núna kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er auðvitað ekkert nema lýðskrum í hæsta gæðaflokki. Enda er það svo að þjóðaratkvæðagreiðslur er hægt að misnota í þágu öfgafólks til hægri og vinstri. Reyndar er það svo að nú þegar er búið að misnota þjóðaratkvæðið í Icesave samningum. Enda var það þjóðaratkvæði eingöngu í þágu öfgamanna til hægri og vinstri á Íslandi. Fólks sem er almennt á móti því sem ríkisstjórnin hefur verið að gera undanfarin ár.

Núna á að reyna það sama varðandi umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Slíkt er auðvitað ekkert nema lýðskrum sem á að nota til þess að stoppa umræðuna og umsóknina um Evrópusambandið á Íslandi næstu áratugina. Slíkt má ekki gerast. Hagsmunir almennings á Íslandi eru slíkir að tjónið af slíkum töfum yrði marga áratugi að vinnast aftur upp á Íslandi. Þeir sem standa gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er alveg sama um almenning á Íslandi, og hagsmuni hans undanfarna áratugi.

Það kom fram á Rúv fyrir nokkrum dögum (ég finn ekki fréttina þrátt fyrir ítarlega leit) að þjóðverjar treysta ekki þjóðaratkvæðagreiðslum. Ástæðunar eru sögulegar og eiga rætur sínar að rekja til þeirra atburða sem áttu sér stað í Þýskalandi fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni. Það er engin ástæða til þess að ætla að svipaðir atburðir (þó ekki alveg eins og gerðist í Þýskalandi fyrir seinna stríð) geti ekki gerst á Íslandi. Reyndar sýnist mér að fasisminn sem spratt upp á Íslandi í kjölfarið á efnahagskreppunni á Íslandi sé kominn á fulla ferð og er langt kominn með að yfirtaka alla skynsemi og rökhugsun á Íslandi. Sem er miður. Vegna þess að þetta getur ekki og mun ekki enda vel. Einn af helstu talsmönnum þessa hugsunarháttar er Ögmundur Jónasson. Hann fer þó leynt með það, og hefur farið leynt með þetta undanfarna áratugi jafnvel að mínu mati.

One Reply to “Lýðskrum Ögmundar Jónassonar Innanríkisráðherra varðandi Evrópusambands umsókn Íslands”

  1. Ögmundur er bara að segja það sem vinir hans sjálfstæðismennirnir í Rotary vilja að hann geri !

Lokað er fyrir athugasemdir.