Nokkur orð um að vera maður sjálfur

Það er alltaf verið að segja manni að vera maður sjálfur. Þá í gengum fræðsluátök, fréttagreinar og annað slíkt. Ég er nákvæmlega þetta. Enda er ég búinn að prufa hitt. Það að vera eitthvað öðrvísi en ég sjálfur. Það virkaði ekki og mun aldrei virka. Aftur á móti er það að vera maður sjálfur ekki að virka fyrir mig heldur. Ástæðan er sú að flestum finnst ég augljóstlega vera óþægilegur þegar ég er „ég sjálfur“ við viðkomandi.

Ég er manneskja sem elskar staðreyndir, hvort sem þær eru óþægilegar eða þægilegar. Það breytir mig engu. Staðreynd er staðreynd, og ef ég tel að hún eigi erindi við fólk. Þá segi ég frá henni umbúðarlaust ef svo ber undir. Af tilfinningaástæðum. Þá held ég aftur af mér þegar það kemur af staðreyndum um fólk. Slíkt er eingöngu gert til þess að halda friðinn frekar en eitthvað annað. Enda sé ég enga ástæðu til þess að gera fólk af óvinum útaf engri ástæðu. Þá er betra að þegja oft á tíðum.

Það hefur gerst núna með skömmu tímabili af mér hefur sagt að, bæði beint og óbeint að ég óþægilegur einstaklingur. Einnig sem að sú afsökun var notuð það væri óþægilegt að tala við mig. Þar sem ég væri „óþægilegt að tala við ókunnunga“ yfir internetið. Sú afsökun er eitthvað sem gengur ekki upp hjá mér. Þar sem ég var búinn að tala við viðkomandi lengi þar á undan, og taldi að gengi vel. Aftur á móti verða viðkomandi einstaklingar að fá ráða þessu sjálfir. Þetta er þeirra líf og þeirra ákvörðun. Ég lofaði hinsvegar viðkomandi að ég mundi ekki hafa samband við þá aftur. Það er loforð sem ég mun standa við að fullu. Enda reyni ég alltaf að standa við það sem ég segi ef ég mögulega get og í mínu valdi að gera slíkt. Hvaða einstaklingar hérna er um að ræða mun ég ekki segja frá. Enda kemur engum það við nema mér.

Aftur á móti er punkturinn sá að mér er gert nærri því ómögurlegt að vera ég sjálfur. Vegna þess að fólki annaðhvort líkar ekki við það, eða hreinlega vill ekki heyra af því. Ást mín á staðreyndum heimsins er ekki að fara neitt. Ég mun halda áfram að kynna mér hluti í framtíðinni og læra meira um heiminn. Hvað er næst á dagskránni mun bara koma í ljós með tímanum. Ég get verið ég sjálfur. Svo lengi sem það er samþykkt af fólkinu sem ég hef samskipti við. Mér þykja þetta vera ljótur raunveruleiki fyrir mig til þess að lifa við.

One Reply to “Nokkur orð um að vera maður sjálfur”

  1. Jonnie you claim to love facts. When will you realize that [censored] will only be happy when they are sent back to their [censored]? Did the players on the Akureyri team call their fellow player a [censored]? See
    http://www.bb.is/?PageID=26&NewsID=176641 . If you would deport all of your immigrants you wouldn’t have to emigrate to Denmark to get a job. Do you have any updates on the Viking thought police investigating me? They haven’t been answering my letters. Inquiring minds want to know.

    [Donald E. Pauly is under permanent censorship on this blog. As he is racist and general asshole. – The editor team.]

Lokað er fyrir athugasemdir.