Jarðskjálftahrinan í Brennisteinsfjöllum (Bláfjöllum)

Í dag (30.08.2012) hófst jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum. Þessi jarðskjálftahrina hófst með jarðskjálfta upp á ML3.2 (Mw4.2) og síðan fylgdi á þriðja tug minni jarðskjálfta. Enginn af eftirskjálftunum náði stærðinni 2.0. Jarðvísindamenn hafa talað um þennan jarðskjálfta eins og hann sé hápúkntur á virkni sem hefur verið á þessu svæði og aðlyggjandi brotabeltum undanfarna mánuði. Þetta er að mínu mati rangt hjá þeim. Ástæðuna er helst að rekja til þess að nýtt virkniskeið er líklega að hefjast á Reykjanesi, einnig sem að jarðskjálftavirkni á suðurlandsbrotabeltinu er ekki lokið og væntanlega talsvert í að þeirri virkni ljúki á næstu árum. Þó er erfitt að segja til um hvernar slíkt mundi gerast.

Mér sýnist að hreyfingin sem fór af stað í dag hafi verið Norður-Suður. Slíkt væri í samræmi við það brotabelti sem þarna er til staðar og tengist suðurlandsbrotabeltinu. Enda er búin að vera talsverð hreyfing á því undanfarin ár í kjölfarið á stóru jarðskjálftunum sem áttu sér stað árið 2000. Ég hef miklar efasemdir um þá fullyrðingu að umræddur jarðskjálfti sé hápúnktur virkni á þessu svæði. Að mínu mati táknar þessi jarðskjálfta nýja og hugsanlega mikla virkni á þessu svæði. Hvort sem það verður á næstu dögum, vikum eða mánuðum skal ég ekki segja til um. Það er hinsvegar alveg ljóst að virknin þarna er ekki lokið þarna á næstunni. Hvernig virknin mun koma fram á næstunni er erfitt að segja til um. Þetta gæti allt saman verið smá jarðskjálftahrinur eða nokkrir stórir jarðskjálftar. Það er nákvæmlega engin leið til þess að spá til um slíka hegðun á svona jarðskjálftasvæðum.

Það er ekkert sem bendir til þess að þessir jarðskjálftar séu tengdir kvikuhreyfingum í Brennisteinsfjöllum enn sem komið er. Hvað svo sem gerist í framtíðinni á þessu svæði.