Helstu talsmenn tollmúrum og einokunar á Íslandi kvarta undan tollum Evrópusambandsins

Það er talsvert sérstakt að sjá helstu talsmenn tollmúra og einkunar á Íslandi kvarta undan tollmúrum Evrópusambandsins (Evrópusambandið er tollabandalag). Í staðin fyrir að gera hið skynsamlega og styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þá ætla þessir aðildar að reyna semja um Evrópusambandið um 5.000 tonna tollkvóta inná markað Evrópusambandsins fyrir íslenskar mjólkurvörur. Það er Skyr, osta og eitthvað fleira. Það er alveg ljóst ólíklegt verður að teljast að Evrópusambandið muni samþykkja slíkar kröfur. Enda ber Evrópusambandinu ekki nein skylda til þess að heimila svona mikla aukningu á innfluttum mjólkurvörum. Enda er engin skortur á þessu innan Evrópusambandsins ennþá.

Hinn möguleikinn fyrir Mjólkursamsöluna er að flytja áfram út til Evrópusambandsins. Nema með þeim tollum sem þar eru uppsettir. Þetta er það sem Mjólkursamsalan hefur krafið íslenska ríkið um að gera varðandi innflutning á erlendum ostum og öðrum mjólkurvörum til Íslands. Þeir tollar eru allt að 400% af verði vörunnar. Auk annara gjalda sem eru lagðar á umrædda vöruflokka.

Hérna eru fréttir af þessu máli

Tollamúrar hamla meiri skyrútflutningi (mbl.is)
„Gætu tekið skyrið af okkur“ (mbl.is)