Áframhaldandi hótanir um ofbeldi á Vinstri vaktin gegn ESB bloggsíðunni

Bloggsíðan Vinstri vaktin gegn ESB er orðin þekkt fyrir það að leyfa hótanir um ofbeldi í athugasemdum hjá sér. Það þýðir lítið að tala við rekstraraðila blog.is. Þar sem Ragnar Arnalds, sem er ábyrgðarmaður fyrir þessu bloggi er sérstaklegur vinur Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins virðist vera. Því er ekkert gert í þessu. Staðreyndin er hinsvegar sú að heilu bloggunum hefur verið lokað á blog.is fyrir minni sakir en það sem fer á bloggi Ragnar Arnalds.


Maður sem kallar sig palli að hóta manni að nafni Ásmundur ofbeldi í athugasemd. Hægt er að lesa þetta í heild sinni hérna. Ásamt fleiri soralegum athugasemdum frá palla og öðrum ESB andstæðingum.

Ég er hættur að setja inn athugasemdir á þetta blogg. Enda finnst mér ekkert áhugavert að vera hótað ofbeldi fyrir það að hafa rétt fyrir mér. Staðreyndin er að málflutningur ESB andstæðinga er til skammar og hefur alltaf verið til skammar. Ein að þeim aðferðum sem ESB andstæðingar fá fólk til fylgis við sinn málstað er með hótunum, jafnvel atvinnumissi ef svo ber undir. Slíkt er nefnilega alltof algengt á Íslandi. Jafnvel þó svo að almenningi sé talin trú um annað í fjölmiðlum og af stjórnmálaflokkum sem stunda slíka hegðun þegar sérhagsmunum þeirra er ógnað.

Uppfærsla 1: Ennþá heldur umræddur palli áfram. Núna segir hann Ásmundi að hann eigi að skera sig á háls. Sjá skjáskot hérna fyrir neðan.


Athugasemd þar sem palli segir Ásmundi að hann eigi að skera sig á háls. Allar athugasemdinar er hægt að finna hérna í heild sinni.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 14:50 UTC þann 14.10.2012.