Í hlekkjum Bændasamtaka Íslands

Það segir mikla sögu um það hvernig Bændasamtök Íslands eru í raun og veru. Þegar þau þola ekki einu sinni heimildarmynd sem bendir á einfaldar staðreyndir varðandi beit sauðfjár á viðkvæman gróður á Íslandi á hálendi landsins. Eins og Smugan bendir á. Þá hafa Bændasamtök Íslands núna framleitt áróðursmynd gegn heimildarmyndinni Fjallkonan hrópar á vægð, sem var sýnd á Rúv þann 14.10.2012.

Það sem er þó verst í þessu öllu saman er sú staðreynd að framsóknarflokkurinn ræðst á þessa heimildarmynd með þeim orðum að þetta sé “undirróðursáróðsheimildarmynd”. Ásamt fleiri ógeðfelldum orðum um Herdísi Þorvaldsdóttir. Einna verstur í þessum árásum er framsóknarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason sem kallar umrædda heimildarmynd öllum illum nöfnum. Enda er það staðreynd að framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem er hvað mest í vasa Bændasamtaka Íslands núna um þessar mundir.

Ég legg því til að framsóknarflokkurinn í heild sinni verði rekinn af alþingi íslendinga í kosningum vorið 2013. Enda hafa íslendingar ekkert með svona spillta alþingismenn að gera.

Frétt Smugunar um þetta mál.

Hörð viðbrögð framsóknarþingmanna við mynd Herdísar