Óróapúls frá Hamrinum í Vatnajökli

Í kvöld um klukkan 19:00 UTC hófst óróapúls í Hamrinum í Vatnajökli. Þarna er eldstöð og er hún nátengd eldstöðinni Bárðarbunga. Hvað er nákvæmlega í gangi þarna þessa stundina veit ég ekki. Aftur á móti er óróinn að aukast núna þessa stundina. Umtalsvert síðan ég byrjaði að fylgjast með þessum atburðum um klukkan 19:00 UTC. Sem stendur þá virðist þessi órói vera ennþá að aukast. Þarna átti sér stað lítið eldgos í Júlí 2011. Það eldgos olli jökulflóði en sást ekki á yfirborði Vatnajökuls.


Óróapúlsinn þar sem hann er sterkastur á SIL kerfi Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Óróapúlsinn sést einnig á Skrokkalda SIL stöðinni. Þó minna en á stöðinni fyrir ofan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Óróapúlsinn er einnig farinn að sjást á Grímsfjalli SIL stöðinni. Þó svo að það sé mjög veikt ennþá. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mér sýnist á öllu að þetta sé líklega ekki veður sem er þarna á ferðinni. Enda er vindur rólegur á umræddu svæði í kringum Vatnajökul, og þessi órói hagar sér ekki eins og vindhávaði gerir almennt. Þetta er líklega kvikuinnskot sem er þarna á ferðinni. Það er ólíklegt að það muni valda eldgosi á þessu svæði. Það er hinsvegar ekki hægt að útiloka slíkan atburð. Það eina sem er hægt að gera er að bíða og sjá hvað gerist á næstu klukkutímum.