Mjög stór jarðskjálfti á Tjörnesbrotabeltinu

Rétt í þessu var miðlungsskjálfti að ríða yfir Tjörnesbrotabeltið. Ég veit ekki hversu stór þessi jarðskjálfti er ennþá. Aftur á móti reikna ég með að stærð jarðskjálftans sé eitthvað yfir 5 á ricther kvarðann. Jarðskjálftinn er ennþá í gangi þegar þessi bloggfærsla er skrifuð. Ég mun uppfæra þessa bloggfærslu innan skamms með frekari upplýsingum um stærð og staðsetningu þessa jarðskjálfta þegar ég hef þær upplýsingar.

Uppfærsla 1: Samkvæmt USGS þá var stærsti jarðskjálftinn á Tjörnesbrotabeltinu með stærðina M4.8. Ég veit ekki hvort að þetta eru yfirfarnar niðurstöður eða ekki. Gögn USGS er hægt að skoða hérna.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 01:04 UTC þann 21.10.2012.