Engin eldfjöll á Tjörnesbrotabeltinu

Til Rúv og annara fjölmiðla á Íslandi. Á Tjörnesbrotabeltinu eru engin eldfjöll. Þannig að spurningar um gosóra, eins og ég heyrði áðan í fréttum klukkan 01:00 og þar á undan eru því hreinlega bara kjánalegar. Það er lágmark að þeir fréttamenn sem fjalla um svona jarðhræringar kynni sér að lágmarki hvort að einhver eldfjöll séu á umræddu landsvæði áður en þeir fara að spurja svona spurninga.

Samkvæmt USGS þá var stærsti jarðskjálftinn með stærðina M4.8. Ég veit ekki hvort að þetta eru yfirfarnar niðurstöður. Gögn USGS er hægt að nálgast hérna.

Það er ennþá mjög mikil jarðskjálftavirkni í gangi á Tjörnesbrotabeltinu núna þessa stundina. Það er ennþá mikil hætta á jarðskjálftum sem eru með stærðina yfir Mb5.0 á þessu svæði. Hætta á skemmdum er því talsverð. Sérstaklega á lausahlutum sem geta fallið úr hillum. Þetta á sérstaklega við á Siglufirði, sem er sá bær sem er næst upptökum þessar jarðskjálftahrinu.