Nýr mjög sterkur jarðskjálfti á Tjörnesbrotabeltinu

Rétt í þessu varð mjög sterkur jarðskjálfti á Tjörnesbrotabeltinu. Aftur á móti sýnist mér að þessi jarðskjálfti sé sá sterkasti hingað til. Mikil eftirskjálftavirkni fylgdi þessum jarðskjálfta eins og öðrum jarðskjálftum sem hafa verið svona stórir í Tjörnesbrotabeltinu.

Samkvæmt EMSC þá eru fyrstu tölur um þennan jarðskjálfta að stærðin sé Mb5.1. Reikna má með fleiri jarðskjálftum á næstu klukkutímum sem munu hugsanlega náð þessari stærð.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 01:35 UTC þann 21.10.2012.

One Reply to “Nýr mjög sterkur jarðskjálfti á Tjörnesbrotabeltinu”

  1. Það er vissulega rétt að engar virkar þektar eldstöðvar eru á þessu svæði.
    Það er hinsvegar spurning sem við þurfum að yfirvega í framtíðinni hvort hætta sé á flóðum ef jarðskjálftar næðu Dalvíkur- og/eða Skagafjarðar skjálftunum (í kringum 7) og yrðu á sjávarbotni í bröttum hlíðum landgrunnsins.

Lokað er fyrir athugasemdir.