Áframhaldandi jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu

Jarðskjálftavirknin heldur áfram, og eitthvað í kringum 400 jarðskjálftar hafa mælst núna þegar þetta er skrifað. Hinsvegar úreldist þessi tala mjög hratt vegna stöðugrar jarðskjálftavirkni. Stærsti jarðskjálftinn hingað til náði stærðinni Mb5.2 samkvæmt USGS, EMSC og Veðurstofu Íslands. Fjölmargir minni jarðskjálftar hafa einnig komið í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Ásamt þeirri jarðskjálftavirkni sem átti sér stað í gær (20.10.2012) áður en virknin varð svona mikil.


Mynd af jarðskjálftavirkninni eins og hún er á jarðskjálftamælinum mínum á Hvammstanga. Leyfilegt er að nota þessa mynd ef höfundar er getið.

Ég reikna með áframhaldandi jarðskjálftavirkni á þessu svæði næstu klukkutímana til dagana. Enda hefur ekkert dregið úr jarðskjálftahrinunni að ráði þessa stundina. Jarðskjálftavirknin datt niður snemma í morgun, en virðist vera að aukast aftur þessa stundina. Fjöldi smáskjálfta hefur allavegana verið að aukast síðustu klukkutímana. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftahrinunni á jarðskjálftamælavefsíðunni minni hérna (5. mín, seinkun á myndinni).

Það er ekki hægt að útiloka það að þarna komi jarðskjálftar sem ná stærðinni 5 eða stærri á næstu klukkutímum til dögum. Hversu miklar líkunar eru nákvæmlega er vonlaust að segja til um. Aftur á móti met ég það þannig að líkunar séu frekar meiri en minni núna þessa stundina.