Uppfærðar upplýsingar um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu

Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu er ennþá í fullum gangi. Eitthvað hefur dregið úr jarðskjálftum síðustu klukkutíma. Þó eru ennþá að koma fram jarðskjálftar sem ná stærðinni 3.0, en enginn mikið stærri en það ennþá. Þó svo að það sé að draga núna úr jarðskjálftahrinunni. Þá þýðir það ekki að þessi jarðskjálftahrina sé búinn. Enda verður svona jarðskjálftavirkni á svona svæðum í stökkum. Það þýðir að ekkert gerist jafnvel í marga áratugi. Síðan á sér stað tímabil mikillar jarðskjálftavirkni og umbrota. Mér þykir líklegast að það sé raunin núna, enda talsvert síðan þarna átti sér umtalsverð jarðskjálftavirkni eins og núna á sér fyrir utan Siglufjörð.

Það er einnig vonlaust að segja til um það hvar og hvenar næsta jarðskjálftahrina verður á þessu svæði. Það eina sem hægt er að gera er að fylgjast með og vona það besta.


Jarðskjálftinn sem var Mw5.6 að stærð. Hægt er að nota þessa mynd ef höfundar er getið.

Það sem bjargar siglfirðingum frá skemmdum er sú staðreynd að þessi jarðskjálftahrina á sér stað rúmlega 20 km frá bænum. Ef að jarðskjálftahrinan hefði átt sér stað nær Siglufirði. Þá hefðu skemmdir líklega verið meiri en raunin er núna í dag. Ég nefni þetta. Vegna þess að það er einnig hætta á því að jarðskjálftavirknin færist nær Siglufirði. Það eru hinsvegar einnig jafnar líkur á því að jarðskjálftahrinan taki sig upp fjær Siglufirði en núna í dag. Það verður hinsvegar bara að bíða og sjá hvað gerist næst í þessari jarðskjálftavirkni sem er á þessu svæði núna í dag.