Gangur jarðskjálftahrinunar á Tjörnesbrotabeltinu

Það hefur eitthvað dregið úr jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu síðasta sólarhring. Samkvæmt teljara sem ég er með. Þá hefur dregið úr fjölda jarðskjálfta um rúmlega helming þessa stundina. Ef að stór jarðskjálfti verður. Þá mun hinsvegar jarðskjálftum fjölga aftur í kjölfarið. Stærstu jarðskjálftar síðustu nótt voru með stærðina 4,1 og síðan komu nokkir jarðskjálftar fram með stærðina 3,0 til 3,9. Fjöldi minni jarðskjálfta er einnig mjög mikill, en flestir af þeim finnast ekki nema þegar þeir verða mjög nærri Siglufirði.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu í morgun. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Fjöldi jarðskjálfta sést mjög vel á þessari mynd hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mikil hætta á því að jarðskjálftahrinan taki sig upp aftur. Jafnvel þó svo að núna sé að draga úr jarðskjálftavirkninni þessa stundina. Það sýndi sig í nótt að eftir jarðskjálftann upp á ML4,1 þá jókst jarðskjálftavirknin tímabundið í nokkrar klukkustundir, áður en það dró svo úr jarðskjálftavirkninni aftur. Það má búast við því að þessi jarðskjálftavirkni haldi áfram næstu klukkustundinar til næstu daga.