Siðferðislegt gjaldþrot sjálfstæðisflokksins

Það er staðreynd að sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi er siðferðislega gjaldþrota stjórnmálaflokkur. Það er í raun ekkert meira um það að segja. Vegna þess að þetta er raunveruleikinn og sannleikurinn um stöðu sjálfstæðisflokksins í dag.

þetta siðfræðislega gjaldþrot sjálfstæðisflokksins endurspeglast mjög vel í tillögum SUS. Þar sem fullorðið fólk hagar sér eins og fávitar, og ætlast til þess að það sé tekið alvarlega í kjölfarið. Það má nefnilega ekki gleyma þeirri staðreynd að í SUS er fullorðið fólk, ekki unglingar sem eru kannski að taka kjaftæðið og áróðurinn upp án gagnrýninnar hugsunar. Þarna er fólk sem hæglega gæti endað á Alþingi íslendinga og jafnvel orðið ráðherrar á Íslandi. Það er ekki bara skelfileg hugsun. Það er voðaleg hugsun að slíkt geti mögulega gerst á Íslandi. Svona í ljósi þess hvernig hugmyndir þessir einstaklingar hafa um heiminn í kringum sig.