Krafan um að vera öll eins

Á Íslandi er undarlegt fyrirbæri sem er búið að vera til staðar mjög lengi. Þetta fyrirbæri er mjög einfalt. Þetta er í raun ekkert annað en tíska hjá fólki, sem hefur af einhverjum ástæðum þróast út í undarlegt félagslegt fyrirbæri á Íslandi. Þetta fyrirbæri krefst þess að allir á Íslandi séu meira og minna eins. Klæði sig eins, og í ákveðnum öfgafullum tilfellum hagi sér eins. Þetta fyrirbæri í íslensku samfélagi er afskaplega skaðlegt. Þar sem það elur af sér einelti, skömm og einsleitt þjóðfélag. Hvort sem er menningarlega eða félagslega.

Við erum öll öðrvísi. Það að vera öðrvísi eykur menninguna, gerir hana fjölbreyttari, öflugri og hún skilar meiru af sér félagslega. Sú einsleita menning sem er verið að ýta á að verði raunin á Íslandi er skaðleg og gerir íslenskt samfélag leiðinlegra. Enda er það augljóst að það er engin fjölbreytni í íslensku samfélagi þegar við erum öll eins. Slíkt getur ekki af sér menningu þar sem hugmyndir þrífast og blómstra.