Haugalygi “Þjóðráð” um vefárás á vefsíðu þeirra

Það er vissulega rétt hjá þeim sem standa að vefsíðu “Þjóðráð” að ráðist hafi verið á vefsíðu þeirra. Hægt er að sjá hvernig árásin leit út hérna (Varúð! Það er leiðindatónlist sem fylgdi þessu innbroti). Þetta er öryggisvefsíða sem fylgist með innbrotum á internetinu. Það sem kemur hinsvegar mest á óvart er túlkun þeirra sem standa á bak við vefsíðu “Þjóðráð” um þessa tölvuárás. Í þeirra eigin ruglaða heimi. Þá halda þeir fram í fullri alvöru að þetta hérna sé ástæða þess að ráðist var á vefsíðu þeirra.

[…] Árásin var gerð eftir að Þjóðráð birti opið bréf til rektors Háskóla Íslands, miðstjórnar ASÍ, stjórnar Samtaka iðnaðarins og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins vegna komu bresku þingkonunnar Kate Hoey, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Tonys Blair, hingað til lands til þess að ræða reynslu Breta af Evrópuaðild. […]

Árás á icewise.is í kjölfar spurninga, icewise.is. 19.11.2012.

Það segir ýmislegt um hugsunargang þessara manna að þeir skuli trúa þessari vitleysu í sjálfum sér, sem er þeirra eigin uppspuni og fátt annað. Þessar árásir eru algerlega handahófskenndar, og eru oftast notaðar til þess að dreifa pólitískum áróðri af ýmsum toga. Líkur á því að finna þann sem braust inn á þessa vefsíðu eru næstum því engar. Þar sem að oftast eru bottar notaðir eða aðar sjálfvirkar aðferðir. Sá sem braust síðan inn á vefsíðuna getur síðan verið staðsettur hvar sem er í heiminum og gjörsamlega ófinnanlegur með öllu. Þannig að þessi lögreglukæra sem aðstaðstendur icewise.is vefjarins ætla að fara í á morgun er gjörsamlega tilgangslaus með öllu.

Nánar um þessar gerð tölvuárása á vefsíður.

Website defacement (Wikipedia)