Af hverju bannar EVE Online þá fólk ?

Samkvæmt fréttum þá segja þeir hjá CCP sem eru með tölvuleikinn EVE Online að þetta sé saklaust og skaði ekki neinn.

En samkvæmt öðrum fréttum þá virðist sem að CCP sé að banna þá sem ná í kóðan frá The Pirate Bay og ennfremur bannar alla umræðu um þetta á spjallborðinu sínu sem og þá notendur sem spurja um þetta þar og annarstaðar á svæði spjallsvæði EVE Online.

Þannig að fullyrðingar CCP um að þetta sé saklaust hljóma frekar innantómar miðað við þau bönn sem þeir virðast vera að setja á fólk sem nær um umræddan „saklausan“ kóða. Sem virðist ekki vera svo saklaus eftir allt saman. Og síðan étur Vísir.is upp þetta kjaftæði í CCP án þess að spurja nokkura spurninga.