Óvíst hvað er að gerast í Grímsfjalli þessa stundina

Þessa stundina er óvíst hvað er að gerast í Grímsfjalli. Óróinn heldur áfram að aukast í eldstöðinni eftir að jökulvatn hljóp úr Grímsvötnum á Miðvikudaginn. Ekkert hefur komið frá Veðurstofu Íslands um þennan aukna óróa ennþá. Engir jarðskjálftar hafa fylgt þessum aukna óróa, og ennþá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé hafið í Grímsfjalli. Það kann þó að vera rangt. Sérstaklega ef eldgosið er mjög lítið, sem getur alveg verið raunin í þessu tilfelli. Það er mjög erfitt að staðfesta svona lítil eldgos undir jökli. Þar sem þau ná ekki að brjóta sér leið upp úr jöklinum.


Óróinn í Grímsfjalli núna í morgun. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun halda áfram að fylgjast með framvindu mála í Grímsfjalli núna í dag.