Órói fellur í Grímsfjalli

Það er ennþá óvíst hvað var gerðist í Grímsfjalli sem jók óróan á nærliggjandi SIL stöðvum. Hinsvegar er óróinn að minnka þessa stundina. Hvað olli þessum aukna óróa er óþekkt á þessari stundu. Hinsvegar er ljóst að þetta virðist ekki tengjast eldvirkni eða líklega ekki einhverju sem er í sjálfri eldstöðinni. Hver svo sem raunveruleg ástæða þessa aukna óróa er. Þá er óróinn að minnka þessa stundina.

Það hefur einnig komið fram í fréttum að jökulflóðið frá Grímsvötnum er núna í rénun. Þetta jökulflóð varð aldrei neitt stórt miðað við önnur jökulflóð sem koma frá Grímsvötnum. Enda var síðasta flóð úr Grímsvötnum í Janúar á þessu ári.