Engin virðing borin fyrir kjörum almennings á Íslandi

Á Íslandi er barist gegn hagsmunum almennings. Alla daga, allt árið um kring. Þessi baráttumenn gegn hagsmunum almennings. Ég er ekki að tala um lægra matvælaverð á Íslandi. Ég er ekki að tala um lægri vexti á Íslandi. Ég er að tala um viðskipti íslendinga við útlönd. Þessi viðskipti skipta íslendinga miklu máli. Reynar svo miklu máli að allt annað virðist ganga fyrir hjá íslendingum.

Það er líka þar sem hugmyndafræði íslendinga virkar mjög illa. Hugmyndafræði íslendinga er nefnilega sú að best sé að stunda viðskipti við önnur lönd án viðskiptasamninga. Í mesta lagi að hafa viðskiptasamningana í formi fríverslunarsamninga (Free Trade Agreements). Gallin við FTA samninga er að þeir eru takmarkaðir, viðhalda tollmúrum og þjóna eingöngu fyrirtækjum að stórum hluta, en almenningur græðir mjög lítið á svona samningum almennt séð.

Fríverslunarsamningar þjóna fyrirtækjum en ekki almenningi. Enda er það svo að verðlækkanir á vörum eru takmarkaðar í fríverslunarsamningum eins og þeim sem EFTA gerir fyrir hönd Íslands. Auk þeirra samninga sem íslendingar gera sjálfir við önnur ríki. Á innfluttum vörum þarf almenningur hinsvegar ennþá að borga tolla (t.d vegna verslunar af internetinu). Staðreyndin er sú að almenningur á Íslandi græðir afskaplega lítið á því að íslendingar séu í EFTA+EES. Þó svo að EES samningurinn hafi fært íslendingum kjarabætur og miklar lagaumbætur á undanförnum áratug. Þá er augljóst að alltaf má gera betur.

Kerfisbundin óstöðuleiki í íslensku efnahagslífi

Á Íslandi er kerfisbundin óstöðugleiki í efnahagslífinu. Þessi kerfisbundi óstöðugleiki er ennfremur viljandi hafður til staðar svo að hægt sé með reglulegu millibili að lækka verðgildi íslensku krónunar til þess að hygla eigendum stórra útgerðarfyrirtækja ásamt öðrum stórum útflytjendum á Íslandi. Þetta er skipulagt og viljandi haft svona. Þetta óstöðuga efnahagslíf þjónar fáum fyrirtækjum og einstaklingum mjög vel. Enda tryggir endalaust gengisfall íslensku krónunar stöðugan hagnað þessara fyrirtækja. Jafnvel þó svo að tæknilega séu umrædd fyrirtæki jafnvel orðin löngu gjaldþrota vegna óráðsíu og vanhæfni stjórnenda þeirra. Þetta er ekkert ný saga. Eftir að íslenska krónan hafði verið gjaldfelld um tvö núll árið 1979 til 1981 vegna óðaverðbólgu og mjög hárra stýrivaxta þá var strax farið í að gjaldfella íslensku krónuna kerfisbundið reglulega. Þá í þágu útflytjenda. Þá var helst um að ræða LÍÚ og síðan Bændasamtök Íslands, sem standa á bak við fyrirtækjum sem flytja út landbúnaðarvörur.

Þessi kerfisbundna gjaldfelling íslensku krónunar hefur haft þau áhrif að gengi íslensku krónunar er í dag 19 til 24 kr gagnvart dönsku krónunni. Þegar tvö núll voru tekin af íslensku krónunni árið 1981 þá var íslenska krónan og sú danska næstum því á pari. Þessar kerfisbundnu gengisfellingar hafa skert lífskjör á Íslandi, minnkað kaupmátt og aukið verðbólgu svo um munar á þessu tímabili.
Gengisfelling íslensku krónunnar í upphafi árs 1983 til þess að þjóna útflytendum fisks. Heimild: Tímarit.is, upprunalegt blað er að finna hérna.

Andstaðan við Evrópusambands aðild Íslands

Andstaðan við Evrópusambands aðild Íslands þjónar eingöngu þeim sem hagnast á núverandi fyrirkomulagi. Almenningur sem er á móti Evrópusambandsaðild Íslands hefur ekki fengið réttar upplýsingar um stöðu mála, eða hefur einfaldlega lesið kerfisbundin áróður gegn Evrópusambandinu í Morgunblaðinu, Bændablaðinu eða öðrum fjölmiðlum á Íslandi. Enda er það svo að fjölmiðlar á Íslandi eru almennt mjög neikvæðir út í Evrópusambandið og flytja fréttir af málefnum þess í æsifréttastíl. Staðreyndir eru oftar en ekki virtar af vettugi af íslenskum fjölmiðlum. Þetta eru staðreyndir sem skipta máli fyrir umræðuna á Íslandi um Evrópusambandið. Þessar staðreyndir koma hinsvegar ekki fram vegna þess að íslenskir fjölmiðlar þjónkast við afstöðu LÍÚ, Bændasamtaka Íslands og annara aðila sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Launalækkanir í gegnum gengisfellingar, verðbólgu og hærri stýrivexti

Laun íslendinga eru bundin árstíðarsveiflum að hluta til. Það sem átt er hérna við er að gengi íslensku krónunar ræður kaupmætti íslendinga. Kaupmáttur íslendinga sveiflast því eftir árstíðum. Verstur er kaupmáttur íslendinga á tímabilinu Október til Mars í dag. Kaupmátturinn er sæmilegur frá Apríl til September. Þetta er svona rúmlega ferðamannatímabilið yfir sumarið á Íslandi. Sú kjaraskerðing sem verður til vegna verðbólgu er tengd beint því hvernig staða íslensku krónunar er hverju sinni. Verðbólga skerðir kjör fólks beint. Beinu áhrifin er það að verðlag hækkar (þar með hækkar verðtrygging einnig og verðtryggð lán fólks). Sú kjaraskerðing sem íslendingar verða til vegna hárra stýrivaxta er sú staðreynd að háir stýrivextir almennt hægja á hagvexti í eðlilegu hagkerfi. Hinsvegar er það áhugaverð staðreynd að íslenskt hagkerfi hagar sér ekki eins og venjulegt hagkerfi. Þar sem háir stýrivextir draga ekki úr þenslu og bólumyndun í hagkerfinu. Þetta virðist einkenni þess að íslenskt hagkerfi er hugsanlega alvarlega sjúkt vegna íslensku krónunar og allra þeirra hliðar áhrifa sem hún veldur í efnahagnum.

Staðreyndin er hinsvegar sú að í gegnum þetta allt saman þá borgar fólk fyrir þetta með launum sínum. Beint og óbeint. Beint með því að þurfa að borga meira fyrir nauðsynjavörur, þjónustu. Síðan óbeint með hærri stýrvöxtum, neikvæðum innlánsvöxtum á bankareiknum sínum. Ásamt stöðugt hækkandi lánum sem eru verðtryggð, þar sem verðbólgan tryggir það að höfuðstóll lána lækkar ekki þrátt fyrir reglulegar afborganir af þessum lánum. Þetta er þó það sem íslendingar virðast vilja. Miðað við mælda andstöðu íslendinga við inngöngu í Evrópusambandinu og upptöku evrunar, sem mundi leysa stóran hluta af þessum vandamálum sem ég hef nefnt hérna að ofan.

Síðan má nefna það að hinn almenni íslendingur á ekki neinn kvóta. Fjöldi kvótaeiganda er í kringum 166 manns á öllu Íslandi. Það er alveg ljóst að þeir eru ekki þjóðin og hafa aldrei verið það.