Fólk á Íslandi kaupir tónlist og kvikmyndir af Amazon (og svipuðum vefsíðum)

Það er ótrúlegt að hlusta á viðtalið á Bylgjunni við talsmann STEF á Íslandi. Þar er öllum rangfærslum söluaðila (ekki höfunda) er spilað fram af fullum krafti. Áskrift að tónlist.is er ekkert nema leiga á tónlist og margt fólk hreinlega neitar að leigja tónlist af vefsíðum eins og tónlist.is. Síðan er það áhugaverð staðreynd að STEF og Smáís hafa kerfisbundið komið í veg fyrir opnun vefsíða eins og Netflix, Amazon (myndbandaleigunar) og fleiri á Íslandi. Síðan er það staðreynd að fólk kaupir sjónvarpsseríur og tónlist af vefsíðum eins og Amazon í staðin fyrir að versla þetta efni í íslenskum okurverslum.

Síðan má einnig minna á þá staðreynd að STEF fær tekur af öllum seldum búnaði, geisladiskum, dvd diskum þar sem hægt er að geyma eða vista gögn. Það breytir engu þó svo að viðkomandi gögn séu alltaf eign viðkomandi höfunda. Þetta eru margar milljónir á ári sem STEF og Smáís hafa þarna í tekjur til þess að bæta höfundum upp það tekjutap sem þeir verða fyrir vegna niðurhals. Hvort að höfundar fá þennan pening er hinsvegar annað mál. Enda hefur STEF reynst vera afskaplega sniðugt og úrræðafullt í að halda þessum tekjum eins langt frá höfundum og hægt er.

Ég mæli síðan með því að fólk berjist gegn íslenskri okurverslun og kaupi sína tónlist og kvikmyndir af vefsíðum eins og Amazon UK. Þannig er hægt að lækka verðið á Íslandi (vonandi á endanum) og tryggja þannig hag íslenskra neytenda í þessu máli.


Með því að kaupa í gegnum þennan tengil ertu einnig að styrkja mig. Takk fyrir stuðninginn.