Yfirlit yfir spillingarmálið í Stúdentaráði Háskóla Íslands

Tilraun Heimar Hannessonar til þess að þagga niður í umræðu og fréttum um spillingarmálið í Stúdentaráði Háskóla Íslands hefur hér með mistekist. Það sem honum hinsvegar tókst var að neyða íslenska fjölmiðla í sjálfritskoðun á þeim grundvelli að þeir væru að fara með rangt mál. Þeir fjölmiðlar sem ekki fóru eftir skipunum Heimis voru einfaldlega lögsóttir af honum og skaðabóta krafist. Það sem er þó kaldhæðni er að ef Heimar hefði ekki gert neitt. Þá væri þetta mál löngu gleymt út í þjóðfélaginu nú þegar. Núna er Heimir hinsvegar búinn að tryggja það að þetta mál mun lifa talsvert lengur á Íslandi.

Yfirlit málsins

Áður en ég byrja á yfirlitinu. Þá er hérna lögfræðileg skilgreining frá Ríkisendurskoðun á fjárdrætti.

Fjármálamisferli

Fjármálamisferli (fraud) felur í sér ólögmætt athæfi í því skyni að komast yfir fé eða einhver önnur verðmæti í eigu annarra. Undir fjármálamisferli falla meðal annars þjófnaður, fjárdráttur, röng skýrslugjöf, óréttmæt umboðslaun, mútur, ólöglegt samráð og samningar með ólögmætu samráði.

Tekið héðan.

Þá er þetta komið frá. Umrætt mál í Stúdentaráði Háskóla Íslands snýst um 500.000 kr (250.000 kr á mann) sem voru teknar af N1 korti (væntanlega bensínkorti) sem Stúdentaráð útvegaði Heimir og samstarfsmanni hans (sem er ennþá ónefndur og ekki til umræðu hérna beint). Sá galli virðist hafa verið á kortinu að úttekartakmörkin voru röng eða virkuðu ekki af einhverjum ástæðum. Í staðinn fyrir að stoppa notkun á þessum tveim kortum sem um ræðir og panta ný kort með rétta stillingu. Eins og eðlilegt hefði verið að gera. Þá var notkun á þessum kortum haldið áfram. Alveg þangað til að athugasemd var gerð við reikninga Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá fyrst var notkun á kortunum stöðvuð og Heimir látinn endurgreiða reikningana (upplýsingar úr fjölmiðlum. Fréttagreinum sem er búið að fjarlægja núna).

Ákvörðun Stútentaráðs var sú að kæra hvorki Heimir eða hinn aðilan í þessu máli. Þetta var þeirra ákvörðun algerlega. Það breytir því hinsvegar ekki þeirri staðreynd að þarna var kortamisnoktun á ferðinni og slík kortamisnotkun varðar við lög á Íslandi (stendur á sjálfu kortinu). Það er auðvitað ábyrgðaraðila að taka á slíkum málum þegar þau koma upp. Í tilfelli Heimars og framkvæmdastjórans þá var augljóslega rangt brugðist við af honum, Heimari og öðrum í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Líklega varðar þetta við lög. Það er þó dómsbærra manna að taka á slíkum málum að undangenginni rannsókn. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þarna var spilling á ferðinni (spilling er meira og annað en bara peningur undir borðið). Breytir engu þar um að þó þessi upphæð hafi verið endurgreidd að fullu.

Á Íslandi hefur fólk verið dæmt í fangelsi (sjá hérna) fyrir nákvæmlega þessa hegðun. Jafnvel þó svo að það hafi endurgreitt upphæðina sem það tók sér ólöglega í mörgum tilfellum (annað dæmi hérna). Heimir má því þakka fyrir að vera ekki undir rannsókn lögreglu og hugsanlegt dómsmál í kjölfarið.

Ritskoðun fjölmiðla með lögsókn

Það sem er þó allra verst við þetta mál er sú ritskoðunarherferð sem Heimar leggur upp í kjölfarið á þessu máli. Honum tekst síðan að undangegnum hótunum að ritskoða íslenska fjölmiðla og umfjöllun um þetta mál. Ennfremur virðist Heimir nota þá aðferð að fá Stúdentaráð til þess að senda út fréttatilkynningar um þetta mál og láta þar líta út eins og þetta sé allt saman einn stór misskilningur. Einnig sem að hann hefur hótað Smugunni og Vinstri Grænum dómsmáli eins og áður hefur verið nefnt. Síðan reyndi Heimir að fá mig til þess að stunda sjálfsritskoðun. Annars gæti ég átt von á lögsókn eins og Smugan og Vinstri Grænir (það var minn skilningur og tónnin á tölvupóstinum sem hann sendi mér og ég birti hérna á þessu bloggi). Ég læt ekki undan hótunum að neinu tagi. Enda er umfjöllun um svona mál nauðsynleg á Íslandi.

Það er þó allra verst í þessu öllu saman er að Heimari tókst ætlunarverk sitt að ritskoða flesta fjölmiðla á Íslandi. Nema Smugan og síðan einhverja bloggara sem hafa ekki hlustað á útskýringar hans sem augljóslega standast ekki nánari skoðun.

Fullyrðingar hans um að þetta snúast ekki um peninga eru undarlegar. Sérstaklega í ljósi þess að krafði Vinstri Græna og Smuguna um 250.000 kr auk málskostnaðar. Þannig að ljóst er að þetta dómsmál hans Heimars snýst algerlega um peninga og fátt annað. Enda var hann bara ónefndur maður í Stúdentaráði Háskóla Íslands sem enginn vissi hver var (fyrir utan Háskóla Íslands eftir því sem ég kemst næst). Alveg þangað til að hann tók þá ákvörðun að fara í dómsmál til þess að kæfa niður fréttaflutning af þessu máli þegar umfjöllun af því var augljóslega lokið. Það er einnig vert að benda á þá staðreynd að Heimar Hannesson sat ekkert einn undir í þessu máli. Allt Stúdentaráð Háskóla Íslands sat undir þessu máli í heild sinni. Ábyrgðin er auðvitað misjafnlega mikil á milli einstaklinga.

Þetta er ennfremur síðasta grein mín um þetta mál. Nema nauðsyn krefji mig um annað.

Tenglar

„Ég er kallaður fjárdráttarmaður og glæpamaður og á bara helst að sitja undir því“ (DV.is)
Fjölmiðlafár og fjárdráttur (Pressan.is. Grein Heimir Hannessonar á Pressan.is)
“Þetta snýst ekki um peninga, heldur mannorðið mitt“ (Vísir.is)