Sjálfstæðismenn hafa búið til óvin úr engu

Davíð og fleiri aðilar í fasta kjarna Sjálfstæðisflokksins hafa búið til óvin úr engu. Og þessi „óvinur“ þeirra er frjálsir fjölmiðlar sem gagnrína þá, viðskiptamenn sem ekki hlíða þeim og síðan blaðamenn sem þora að skrifa gagnrínar fréttir. Þessi kjarni í Sjálfstæðisflokknum hefur gefið öllu þessu nafn, en það er nafnið Baugur, en þetta er í raun orðið eitt stórt samheiti yfir þá sem eru á móti ríkisstjórn Íslands.

Þetta hafa síðan flestir flokksmeðlimir Sjálfstæðisflokksins haft eftir án þess að hugsa sig um hvað sé í gangi þarna. Í þessum árásum sem Davíð hefur stundað, með aðstöð tryggs fólks og almennra flokksmanna, sem hafa þetta eftir án þess að athuga hvað þeir eru í raun að hafa eftir stjórn flokksins. Þessi aðferð hefur þann kost að hún dregur athyglina frá vandamálinum innan flokksins sjálfs og þeim vandamálum sem eru í gangi í ríkisstjórn landsins á hverjum tíma. Eins og t.d spillingu, óþægilegum málum osfrv.

Þessi óvinur Sjálfstæðisflokksins eru aðilar sem eru hentug skotmörk og ekkert annað. Og hafa aldrei verið neitt meira en það. Og eins og öll auðveld skotmörk þá verður hætt að tala um þá þegar þeir hafa þjónað hlutverki sínu. Og eitthvað annað fundið í staðinn sem er hentugt skotmark. Í Sjálfstæðisflokknum er kominn upp sú staða að öll málefnaleg gagnríni er bara í orði, ekki á borði. Og þeir sem eru á annari skoðun en flokksforustan er ýtt af borðinu, annaðhvort með látum eða hljóðlega. Einnig hefur borið á því að innan Sjálfstæðisflokksins er allt saman fyrirframákveðið, það sást til dæmis mjög vel þegar nýr Formaður Sjálfstæðisflokksins var kosinn, enda var hann ekki með neitt mótframboð. Í flokki sem kennir sig við Lýðræðislegar hugsanir og frelsi er þetta umhugsunarvert atriði. Í varaformannskjörið voru hlutinir skömminni skárri.

Meira seinna….